Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 121
Prestafélagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 117
Guðs vilji — idjmá. Þetta hlaut að leiða til þess, að völdin
fylgdu vopnunum og völtu gengi þeirra, að sérhver Islams
maður, sem Guð léði gæfu til uppgangs, gat gert kröfu til
löglegra valda. Af þessu stafa hinar óaflátanlegu deilur innan-
lands, hin skaðvænu uppþot og hin sinnulausa örvílnun hjá
öllum þorra manna.
Hverjum einasta ránsmanni, er hófst til valda, tókst að
réttlæta stjórn sína með ákvæðum er í kóraninum stóðu, unz
annar valdafíkinn maður sópaði honum burtu og studdi veldi
sitt með öðrum skýringum á orðum kóransins, jafnframt því
að fræðimenn sýndu fram á ólögmæti fallinnar stjórnar. Þessi
var aðalástæðan til þess að kalífaríkið leið undir lok.
Staða konunnar varð banamein heimilislífsins.
Heimilisfriðnum var gereytt með því að gera sambandið
milli manns og konu að girndaþjónustu og losa svo um
hjónabandið að það varð ekki annað en samningur, er skjót-
lega mátti segja upp, með því að láta löglegar eiginkonur
víkja fyrir fögrum ambáttum einni eftir aðra og gera börn
ámbáttanna jafn rétthá skilgetnum börnum. Þetta átti sér
einkanlega stað hjá voldugum ættkvíslum og hafði sífelt hin
skæðustu brögð og svik í för með sér.
Islam hefir aldrei þekt það sem vér köllum lenda menn og
aldrei þekt lögtrygðan erfðarétt. Auðæfi urðu til og urðu að
engu eins og öldur á hafi. Eign hélzt sjaldan lengi í sömu
ætt; sífeldar óeirðir. borgarastyrjaldir og dutlungar og ásælni
grimmra höfðingja, kom miklu losi á gildi eignanna, engir
bankar né lánsfélög hjálpuðu atorkumanninum — peningarnir
voru ekki í reglubundinni umferð, heldur á ferð og flugi
hingað og þangað. Eitt aðaleinkenni ætta þeirra, sem forust-
una höfðu, var það, að þær eyddu fé gengdarlaust og voru
gersneyddar allri framsýni og fyrirhyggju. Islamsmenn báru
ekki umhyggju fyrir morgundeginum og létu hverjum degi
nægja þjáning sína; var það bæði gæfa þeirra og ógæfa.
Auðurinn hélzt hjá kirkjunni einni, og það átti hún að þakka
gjöfum, gefnum til guðsþakka, »eokaf«.
Miskunnarlaust var tekið fyrir allar tilraunir til þess að