Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 58
54
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið.
um Epafras: »Hann hefir og sagt oss frá kaerleika yðar, sem
þér hafið öðlast fyrir áhrif andans«. Það er ekki langt, en
það hæfir áreiðanlega rétta púnktinn. — Eða þá þegar hann
er að afsaka, hversvegna hann hafi ekki komið til Róma-
borgar o. s. frv., o. s. frv. Og þó er ótalið alt það, sem vanda-
mest var, en það var þegar verulegt ólag var við að stríða
og jafnvel fjandskap og mótspyrnu gegn Páli. En það sést
bezt í Galatabréfinu og Korintubréfunum, einkum 2. Kor.
10—13. Eg hygg að Galatabréfið sé þó mesta meistaraverk
Páls, og hvergi sjáum við fylgsni sálar hans opnast eins og
þar. Þar eru ekki hversdags húsakynni inni fyrir. Slíkir
stormar æða ekki í meðalmanns hugskoti sem þar koma í
ljós, alt frá heilögum vandlætingareldi, sem vill eyða öllu,
sem á móti stendur, svo að hann lýsir jafnvel bölvun yfir
engli frá himnum, ef hann dirfist að boða annað fagnaðarer-
indi, og endurtekur það til þess að sýna, að hann hafi ekki
mismælt sig, og til hins blíðasta kærleika, sem vill að öllu
góðu hlúa, svo að hann líkir því við ást móður til barnsins,
sem hún hefir alið með þjáningum. Menn dást með réttu að
reiði Macbeths og örvænting Lears, en hér er virkileg per-
sóna, sem engu er minni og engu ófrumlegri.
En það sem gefur stíl Páls svo mikið flug, og knýr til-
finningaauðlegð hans svo fast inn á lesandann er það, að hann
er skáld, stórskáld, þó að hann gæfi aldrei út eftir sig ljóða-
bók. Hann yrkir ósjálfrátt, þegar hiíinn færist í stíl hans. Má
t. d. benda á það, sem tilfært var hér að framan úr öðru
Korintubréfinu um raunir þær, sem hann hefði í ratað. Það
er hljómfall í því, og setningaskipunin verður með vilja dálítið
frábrugðin því, sem eðlilegast er. Annars er ekki auðvelt að
fara langt út í þetta mál hér, því að það þarf tvö skilyrði til
þess að gera þetta vel skiljanlegt, og þau tvö skilyrði er ekki
hér hægt að uppfylla. Annað er það, að geta lesið á frum-
málinu og fundið hljómfall þess. En hitt er þekking á skáld-
skaparreglum Gyðinga, því að auðvitað »yrkir« Páll í þeim
stíl, sem í gamla testamentinu er notaður. En af Davíðssálmum
er sá skáldskaparstíll þektastur. Þar er hvorki um rím að