Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 154
150
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
sjónarmiði: Svo sem friðþægari hefir Jesús sætt (forlíkað) oss við guð;
kross Jesú hjálpar oss ti! að bera vorn kross, því hjá krossinum er
huggun og friður í sorg og andstreymi; svo sem krossfestur er Jesús
fyrirmynd vor, hans „blóðug mynd“ er oss hin sterkasta hvöt til að hverfa
burt frá syndinni. — Þessa „stefnuskrá" (program) hefir Hallgrímur út-
fært með snildar-nákvæmni. Guðrækilegt innihald Passíusálmanna sam-
einast alt um lútersku friðþægingarkenninguna. Þó er Hallgrímur sízt
lærður guðfræðingur sem kallað er. Hann er trúmaðurinn innilegi fyrst
og fremst, og hin „hreina kenning" nær aldrei að skyggja á hið innilega
í trú hans, svo mikið áhugamál sem honum þó er að halda fast við
kenninguna eins og hann hefir meðtekið hana. Því er það mjög árang-
urslítið að sökkva sér niður í Passíusálmana, til þess að grafa þar eftir
guðfræðilegum lærdómi. I öllum sálmum Hallgríms verður fyrir manni
skáld-andi helgaður í skóla lífsins og andstreymisins, auðmjúkt, guðelsk-
andi hugarfar og trúarreynsla unnin við þunga innri baráttu. Þessvegna
hefir hann kynslóð eftir kynslóð getað náð tali þjóðar sinnar með al-
varleg heilræði sín og áminningar, eða þar sem hann undir krossinum
leggur svo ósegjanlega mildilega sorgmæddum, kvíðandi mannssálum á
varir andvörp og bænir, huggun og þakkir.
Allar rannsóknir og allur samanburður hlýtur hér að leiða til þeirrar
gereinföldu og alveg sjálfsögðu niðurstöðu, að innsti Ieyndardómur Pass-
íusálmanna sé sá, að það er skáld af guðs náð, sem þá hefir ort og í
efni þessu fundið þann Ieir, sem honum var gefin listamannshönd fil að
móta. An þess mundi jafnvel ekki hin djúpa, kristilega guðrækni hans
hafa getað haldið mjúkum tökum sínum á kynslóðunum hvorri eftir aðra
eins og hún hefir gert. — En hér við bætist svo, að þessi söngvari af
guðs náð var í sannleika þjóðlegur maður og að sál hans átti sér djúpar
rætur í sál þjóðarinnar og stóð í innilegasta sambandi við forníslenzkt
andlegt líf. — I þessum niðurlagskafla ritsins er sagt svo margt satt og
rétt og nýtt um sálmaskáldskap Hallgríms Péturssonar, að mesta freisting
væri til þess að þýða kaflann allan. En rúmsins vegna verður að vísa
þeirri freisting á bug. Aðeins vil eg hér að endingu tilfæra niðurlagsorð
bókarinnar:
„Með einkennilegum tilfinningum verður manni að taka sér í hönd
fyrstu útgáfu Passíusálmanna. A sameiginlegu titilblaði [Passíusálmanna og
sálma séra Guðmundar Erlendssonar út af píslarsögunni] er nafn Guð-
mundar Erlendssonar sett á undan [nafni Haligríms]. Þetta alveg hvers-
dagslega hnoð hans hafa menn talið þess maklegt að standa á undan
sálmum Hallgríms, og þeim ekki einu sinni verið ætlað neitt sérstakt
titilblað. Blaði maður svo í bókinni getur hann ekki annað en undrast
sparsemina, sem lýsir sér í því, hversu síðustu blöðin í bókinni hafa
verið notuð, til þess að prenta þar enn nokkra sálma eftir — Guðmund!
Sýnir þetta hve menn í þá daga hafa verið gersneiddir að tilfinningu