Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 20
Prestafélagsritið
GJÖF SÆNSKU KIRKJUNNAR
Á 400 ÁRA AFMÆLI SIÐABÓTARINNAR.
Eftir cand. theol. Freystein Gunnarsson.
Inngangsorð. Kærleiksstarfsemin innan kristnu kirkjunnar á
sér jafnlanga sögu og kristnin sjálf. En sú saga hefir ekki
æfinlega verið skráð með eins feitu letri og sá þáttur kristni-
sögunnar, sem fjallar um deilurnar innan kirkjunnar og skák-
brögð hennar á valdaborði veraldarsögunnar. En það er í
alla staði eðlilegt. Kærleiksstarfsemin fer svo oft fram í kyr-
þey, og starfssvæði hennar liggur oftast á hinum lægri sviðum
þjóðfélaganna, ef miðað er við auð og völd, sem vera mun
algengasti mælikvarðinn. Kærleiksstarfsemin hefir alla tíð verið
einskonar undirstraumur í trúarlífi kristinna þjóða, þar sem
völdin, skartið og vegsemdin hafa glitrað og gljáð á yfirborð-
inu. Ef til vill hefir undirstraumur þessi oftar en margur
ætlar flutt með sér nýtt lífsafl og nýjan þrótt, þegar mest lá á,
streymt sem tært og blátt bergvatn inn í gruggaðar lindir.
Það má án efa segja um kærleiksstarfsemina, að hún hefir
átt sér eins margar starfsaðferðir og mennirnir eru margir,
og það væri ógerningur að lýsa þeim aðferðum öllum, því að
leiðir kærleikans eru óteljandi og spor hans órekjandi. Þó
mætti ef til vill skifta allri kærleiksstarfsemi í tvo flokka. 1
fyrsta lagi tel ég einstaklingsstarfið. Þar til heyrir venju-
leg góðgerðarsemi, hjálpfýsi og líknarstarf, þar sem hver
hjálpar öðrum af eigin hvötum og eigin ramleik. Sá þáttur
kristilegrar kærleiksstarfsemi er alþektur á öllum stöðum og
öllum tímum innan kristninnar. Eitt af fyrstu boðum kristin-
dómsins er það, að elska náungann eins og sjálfan sig. Og
uppfylling þess boðorðs, svo erfið sem hún oft kann að reyn-
ast, er þó það, sem sett hefir glegst merkið á líf alt og sam-