Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 31
Prestafélagsritið.
Gjöf sænsku kirkjunnar.
27
leg hjálp væri ef til vill hugsanleg án íhlutunar kirkjunnar.
En reynslan sýnir, að sú hjálp er ekki fullnægjandi. Líkam-
legri neyð fylgir oftast andleg, og það eru þau mein, sem
kirkjan fyrst og fremst vill græða. Leiðirnar að því takmarki
eru margvíslegar. Oft er léttfarnasta leiðin sú að lina fyrst
hinar líkamlegu þrengingar. En fyrsta skilyrði þess, að þessi
starfsemi kirkjunnar nái tilgangi sínum, er það, að kirkjan
hafi í sinni þjónustu bæði menn og konur, sem gefa vilja heilt,
en ekki hálft, og hafa þrek til þess að fórna lífi sínu og
kröftum að öllu leyti á altari kærleikans. Og svo er Guði
fyrir þakkandi, að slíkt fólk er til í heiminum. Það má næst-
um segja að ungt fólk streymi í hópum til þessarar þjónustu,
fólk, sem afneitar flestum eða öflum þægindum lífsins, sem
svo eru nefnd. Og ef til vill sýnist þeim, sem úti fyrir standa,
að þær dyr séu þröngar og lágar, sem lokast að baki þessa
fólks, sem valið hefir sér það hlutskifti að bera birtu og yl
í myrkustu skúmaskot mannlegrar tilveru, þar sem fátækt,
sorgir og sjúkdómar vinna í sameiningu að voðaverki sínu.
Og enginn efast um, að grýtt er og langsótt leiðin yfir þessi
öræfi mannlífsins. En þó undarlegt sé, munu fáir glaðari yfir
lífinu en einmitt það fólk, sem leggur út á þessa leið. Og af
hverju, spyr sá, sem ekki veit? Þeirri spurningu hefir Kristur
sjálfur svarað, og þeirri spurningu ætti líka hver kristinn
maður að geta svarað óhikandi, því hún felur í sér kjarnann
í lífsskoðun kristindómsins.
Það er og verður æðsta lífið, að hfa fynr aðra.
Uppsala í maí 1921.