Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 146
142
Erlendar bækur.
Presiafélagsritið..
gotf, skemtilega skrifað og fróðlegt fyrir útlendinga. Hefir það náð til
margra og mun nú uppselt.
En Danir gátu ekki látið sér nægja, að eiga enga bók á sínu máli„
þar sem þeir gætu kynst kirkjusögu vorri, og það því síður þar sem öll-
um þeim, er hlustað höfðu á fyrirlestra biskups vors við Kaupmanna-
hafnarháskóla 1919, var orðið Ijóst, að kirkja vor átti meiri og merki-
legri sögu en þá flesta hafði grunað. Sneri „dansk-íslenzka kirkjunefndin"
(„ Dansk-islandsk Kirkesag") sér þá til biskupsins með beiðni um að rita
sögu kirkju vorrar frá siðbót til vorra daga. Við þeirri beiðni varð biskup
vor fúslega og samdi bók þessa upp úr fyrlestrum þeim sex, er hann hafði
haldið á háskólanum í Kaupmannahöfn. — Þannig er bók þessi orðin
til og gefst Dönum hér í fyrsta sinni kosfur á að kynnast sögu kirkju
vorrar á sínu eigin máli.
Reynslan hefir þegar sýnt, að vel hefir verið ráðið, er lagt var út í
að gefa bók þessa út. Þess bera hin mörgu og loflegu ummæli danskra
blaða um bókina bezt vott. Sést af þeim, að margir eru þeir mennirnir
nú hjá bræðraþjóð vorri, sem þrá sem ítarlegasta þekkingu á landi voru
og þjóð, og taka fegins hendi þeim fróðleik, sem héðan býðst. Sést einnig
af blaðaummælunum, að höfundur bókarinnar hefir náð föstum tökum á
þeim, sem bókin sérstaklega er ætluð, og þeir við lestur bókarinnar hafa
sannfærst um að í höfundi ættu þeir leiðtoga, sem vísaði þeim vel til
vegar í hinum nýja söguheimi, skýrði vel frá því, er þar hefði gerst
markverðast, segði ljóst og skemtilega frá mönnum og málefnum, drukn-
aði ekki í efni sínu, en gæfi glögga og greinilega heildarmynd. — Þegar
hér við bætist, að allur frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti, hún
prýdd mörgum ágætum myndum, með nákvæmri nafnaskrá og fróðlegum
skýringum aftan við og Islandskorti, — þá getum vér skilið fögnuð
margra í Danmörku yfir því, að hafa eignast slíka skrautútgáfu. Það er
skiljanlega fagnaðarefni fyrir vini vora í Danmörku, að geta boðið lönd-
um sínum kirkjusögu íslands í slíkum viðhafnarbúningi. Því að alkunnugt
er, að líkt er því farið með bækur og með menn, að flestum þykir á-
nægjulegra að taka á móti þeim, er kemur sparibúinn, en hinum, sem
sýnir sig í fátæklegum flíkum. —
En sé bók þessi gleðiefni fyrir bræðraþjóð vora og merkileg að þeirra
dómi, ætti hún ekki síður að vera það fyrir oss íslendinga. Fyrst og
fremsf má oss þykja mikilsvert og þakklætisvert, að aðrar þjóðir, og þá
ekki sízt þær, sem oss eru nátengdastar, fái sem nákvæmasta þekkingu á
högum þjóðar vorrar og sögu. Og enn betra þykir oss, þegar sú þekk-
ing getur orðið oss til sóma, orðið til þess að auka virðingu manna á
þjóð vorri og bókmentum hennar og sögu, og samúð með nútíðar ís-
lendingum, sem vaxnir eru upp úr þessum jarðvegi.
En auk þessa er bókin að því leyti merkileg fyrir oss Islendinga, að
þar eignumst vér á máli, sem fjölda nútíðar lslendinga er skiljanlegt, sögu