Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 78
74
Felix Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
unum að þekkja blómin og jurtirnar. Þeir gætu um leið sagt
þeim hvað bezt og fegurst sé að gróðursetja, og bent þeim á
að hlúa að kirkjugörðunum og prýða þá. BÓrnin mundu bera
það inn á heimilin og opna augu fólksins fyrir því fagra og
heilbrigða. Þá ætti að vera heppilegt að biðja ungmenna-
félögin um að beita sér fyrir málinu. Þau hafa stundum talað
um ræktun. Þarna er tækifæri.
Eg bendi á þessar leiðir, en enginn skilji orð mín svo að
eg telji þetta einhlítt eða nóg, þótt eg haldi að um ræktunina
gæti það. komið að góðu liði. Eg held því hiklaust fram að
allar safnaðarstjórnir verði að taka sér fram og byrja hver
hjá sér að gera garðana að minsta kosti sómasamlega úr
garði. Það dugir ekki að horfa í þótt það kosti eitthvað. Það
er eytt fé í margt ónauðsynlegt, því ætti þá að horfa í að
eyða fé í það, sem er nauðsynlegt og sómi manna liggur við.
Æskilegast teldi eg að hið opinbera borgaði einum manni
eitthvað árlega fyrir að hafa umsjón með kirkjugörðum og
leiðbeina söfnuðum. Eg lít svo á, að oft hafi verið veitt fé til
ónauðsynlegri hluta, og fyrst um sinn mætti sameina það við
starf umsjónarmanns kirkjugarðs Reykjavíkur. Eg hefi leið-
beint Stykkishólmssóknarnefnd með nýjan garð og er að enda
við að gera fyrirkomulagstillögur fyrir Hafnfirðinga og útvega
þeim bækur og uppdrátt. Eg hefi getið um þetta til þess að
fólk fái hugmynd um hvernig málið horfir við. Eg hefði óskað
að geta látið hér með fylgja myndir af görðum annarstaðar
og einfalda uppdrætti af kirkjugarði, litlum og stærri. En
ýmsra orsaka vegna gat það ekki orðið. Vænti eg að það
verði síðar hægt.
Það er von mín að flestir geti orðið ásáttir um að ástandið
sé þjóðinni til ósóma eins og það er, og vilji fólk opna augun
fyrir því, þá efast eg ekki um að allir verði samtaka um að
hefjast handa til umbóta og horfi þá ekki í kostnaðinn, sem
af því leiðir, þótt venjulega sé það erfiðasta grýlan. Það er
ennfremur von mín, að menn læri að hegða sér betur í
kirkjugörðunum en verið hefir sumstaðar, sérstaklega hér í
Reykjavík, enda hefir umgengni hér mikið batnað og margir