Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 53
Prestafélagsritið.
Pálsbréfin.
49
ingar og lífsreglur, og mætti láta sér detta það í hug, af því,
hve oft þessu er þannig farið, að vér sjáum hér dæmi upp á
prédikunaraðferð Páls. Hann mun venjulega hafa lokið máli
sínu þannig, eftir að hann hafði útlistað hin þyngri efni.
Þessar áminningar eru að mörgu leyti mjög eftirtektar verðar.
Þær sýnast að jafnaði settar á pappírinn alveg eins og þær
koma í hugann, án verulegrar niðurröðunar. En þær sýna frá-
bæra hugkvæmni og mælsku. Það er eins og Páll gæti
haldið því áfram svo að segja í það óendanlega, að setja
fram þessar skarplega athuguðu og þörfu bendingar um alt
milli himins og jarðar. Inn í þær er svo ýmsu blandað, og
yfirleitt eru áminningakaflar bréfa Páls hrein og bein náma
að lífsvísdómi. Og hann var líka maður til slíks. Hann er af
góðum ættum, að því er virðist. Vel upp alinn og vel ment-
aður. Gáfurnar frábærar og athugunin skörp. Mannþekkingin
svo að segja takmarkalaus. Mælskan og orðgnóttin gefa því
lit og svip. En þó er það mest um vert, hvílíka fádæma lífs-
reynslu hann hafði, hvort heldur er litið á trúarreynslu hans
eða almenna lífsreynslu. Þetta gefur áminningum hans þá
festu og þann veruleikablæ, sem svo oft vantar.
Trúarreynsla hans náði alla leið frá skrjáf-þurrum farísea-
hætti, sem lokar sig inni í víggirðingu kreddufestunnar og
tilfellafræðinnar, gegnum gyðinglegu trúarspekina, sem hann
án efa hefir kynst í Tarsus, og til hinnar miklu andlegu
reynslu hjá Damaskus og eftir það. Það var ekki aðeins, að
hann sannfærðist um að Kristur lifði andlega, heldur eignað-
ist hann sjálfur hlutdeild í þessum andlega heimi, og átti
stöðugan aðgang að honum. Hann lifði ekki framar, heldur
lifði Kristur í honum. Þess vegna gat hann án alls hroka
bent á sjálfan sig sem háleita fyrirmynd, því hann benti þar
með á líf, sem speglaði Krist. Hann talaði tungum meira en
nokkur annar. Hann varð uppnuminn alt til þriðja himins, til
Paradísar og heyrði þar svo dýrðleg orð, að ekki var leyfi-
legt að nefna þau. Hann gekk eftir beinni leiðsögn andans,
og það svo, að hann var alls ekki sjálfráður að ferðum sín-
um. Hann hafði hvað eftir annað hugsað sér að fara til
4