Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 167
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
163
Hvenær eigum vér að skírast, hvort heldur sem börn eða fullorðnir?
Sé skírnin endurfæðandi og vér skírðir ungbörn, hvernig er þá sam-
bandið á milli endurfæðingarinnar í skírninni og afturhvarfsins?
Þarfnast sá sem skírður hefir verið barn, afíurhvarfs, hvort sem hann
hefir brotið skírnarsáttmála sinn eða ekki?
Ollum þessum spurningum leitast höf. við að svara frá sínu sjónarmiði.
„UNDERET", eftir sama höfund. — Kraftaverkakenningin skoðuð
og skýrð.
„I OUDS HAVE“ — þriðja bókin eftir sama höfund. — Þetta. kver
hefir að geyma 20 hugvekjur yfir guðspjallatexta. Allar eru hugvekjur
þessar uppbyggilegar og sumar þeirra ágætar. Þó hafa þær þann ókost,
einkum þær beztu, að vera of stuttar. Það er meiri galli á hugvekju að
hún sé of stutt en of löng, þótt hvorutveggja sé galli.
011 þessi 3 rit eftir dr. Hallesby eru gefin út í Kristiania 1922 á
„Lutherstiftelsens Forlag". — Er þetta 3ja útgáfa af hinum tveimur
fyrstnefndu. Ó. M.
PRESTAFÉLAGIÐ.
Bezta skýrslan um Prestafélagið er fundargerð aðalfundar, og er henni
því fylgt hér að mestu.
Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 28. júní 1922, og hófst kl. 10*/a
árdegis, og sátu hann 25 félagsmenn.
1. Iiður dagskrárinnar var sá, að skýra frá hag félagsins og fram-
kvæmdum á liðnu ári. Gaf formaður skýrslu, en gat þess í upphafi, að
því miður væri sú skýrsla í mörgum atriðum um það, hvað félagsstjórn-
ina hefði langað til að gera, en ekki tekizt. Eftirlaunamálið, sem síðasti
aðalfundur fól félagsstjórninni til athugunar fór svo, að engin tök voru á,
að gera neitt í því, og svo var yfirleitt um þau mál, þar sem Ieita þurfti
til Alþingis um fé. Sparnaðartalið gekk hærra nú en ef til vill nokkru
sinni fyr, og að hreyfa öðru eins máli og því, að hækka eftirlaun presta,
hefði að þessu sinni ekki verið virt áheyrnar auk heldur meira. Félags-
stjórnin sá ekki heldur til nokkurs að sækja um styrk til Prestafélagsritsins.