Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 100
96
Eiríkur Albertsson:
Prestafélagsritið.
Nú liggur nærri að spyrja: Hvernig fara aðrir með áhuga-
mál sín? Og er það ekki líklegast til sigurs að beita sér vel
og dyggilega fyrir því máli, sem á að sigra? Hagnýta sér
aukin skilyrði og aukna þekkingu, sem fyrir hendi kann að
vera til þess að koma áhugamálum sínum í höfn, eða nokkuð
á leið?
Eg minnist Guðspekinga og Spíritista. Báðar þær stefnur
gera stórmikið til að koma áhugamálum sínum áleiðis með
fyrirlestrum og ritum. En kirkjan?, Hvað gerir hún? Ekki
mikið. Og þó hlusta menn og hugsa þegar andleg mál eru
rædd. Skyldu ekki biblíuskýringar við alþýðuhæfi geta orðið
til þess að leiðbeina og hjálpa mörgum leitandi manninum,
sem fúslega vill leita til kirkjunnar? Það er líklegt. Rökin,
sem til þess liggja eru einkum þau, áð Islendingar eru að
eðlisfari gagnrýnandi. Heittrúarstefnur hafa aldrei fest hér
rætur, svo að ráði sé. Klúnýhreyfingin nokkuð undir forustu
hins mikla biskups, ]óns Ogmundssonar á Hólum. Annað
ekki, svo teljandi sé. Islendingar eru hneigðir til íhugunar,
jafnvel til efagirni, en fái þeir skilið — og gáfaðir eru þeir
— eru þeir fastheldnir og góðir liðsmenn þeim málstað, sem
þeir þykjast sjá, að sé skynsamlegur og til lífs laginn.
V.
Nú er það kunnugt að vegna rannsóknanna á ritningunni
hafa menn innan kirkjunnar skifst í flokka: gamal- og ný-
guðfræðinga. Sú flokkaskifting hefir veikt krafta kirkjunnar
að öðrum þræði. En vegna þess er þó ekki ástæða til að
amast við að ritningin sé skýrð sögulega. Gamal- og ný-
guðfræðingar hafa líka verið til áður en þessum skýringar-
aðferðum var beitt. Hollara því að taka höndum saman um
það, sem sameiginlegt er. En það er margt.
Það er heldur ekki markmiðið, að alþýðlegar biblíuskýringar,
eins og hér er átt við, þurfi að greiða götu annaðhvort
gamalli eða nýrri guðfræði. Aðalatriðið er að ritningin verði
skýrð á þeim grundvelli, sem hún skýrist og skilst á: Þjóð-