Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 169
Prestaíélagsritið.
Prestafélagið.
165
verið safnað áskrifendum og fengizt um 80. Ættu prestar að safna áskrif-
endum. Eggert prófastur Pálsson benti á, að þetta gæti farið í bága við
þá kvöð, sem nú hvíldi á félagsmönnum, að ábyrgjast sölu á 5 ritum.
Lofaði stjórnin að athuga, hvort ekki væri unt, án þess að árekstur yrði,
að breyta söluaðferðinni í þá átt, sem um var talað.
3. Þá flutti Felix Guðmundsson, umsjónarmaður kirkjugarðsins í Rvík,
erindi um kirkjugarða, og sýndi á eftir uppdrætti og prentuð skýrslu-
form. Erindið er birt f Prestafélagsritinu. — Formaður þakkaði hið fróð-
lega og áhugasamlega erindi, og bar fram af félagsstjórnarinnar hálfu til-
lögu um undirbúning málsins, að stjórninni sé falið að skrifa prestum
og leita upplýsinga um kirkjugarða og ástand þeirra, og leggja fyrir
næsta fund ákveðnar tiilögur um, hvað hægt væri að gera, og var hún
samþykt.
4. Loks voru rædd önnur mál. Bar formaður af félagsstjórnarinnar
hálfu fram tillögu um það, að öllum prestum í félaginu skyldi skrifa
og leita álits þeirra um væntanlegt lestrarfélag Prestafélagsins, fá tillögu
þeirra um fyrirkomulag þess og spyrja um reynslu þeirra, ef einhver
væri. Var hún rædd nokkuð og samþykt.
Þá var félagsstjórnin endurkosin og sömuleiðis endurskoðunarmenn.
Séra Skúli Skúlason, fyrv. prófastur, benti á, að samkv. lögum sam-
bands starfsmanna ríkisins, ætti Prestafélagið að kjósa 5 fulltrúa til þess
að mæta á fundum þess. Fól fundurinn stjórninni að vera fulltrúar þetta
ár, en stjórnin Iofaði, að leggja fyrir næsta fund Iagabreytingu um þetta
efni, með því að lög félagsins gera ekki ráð fyrir fulltrúakosningu.
Ritari félagsins, séra Kristinn Daníelsson, sem ásamt 2 öðrum var
kosinn í nefnd til þess að athuga tillögu síðasta fundar um væntanlega
«parisjóðsstofnun presta, skýrði frá því, hvað nefndin hefði starfað að
málinu.
Séra Skúli Skúlason gat þess, út frá því, hve erfiður fjárhagur félags-
ins væri, að nauðsynlegt væri að félagsmenn intu fjárgreiðslur sínar til
féiagsins greiðlega af hendi, og spurði hvort senda ætti ritið þeim, sem
ekki borguðu. Taldi formaður nauðsynlegt að fá um þetta fundarsamþykt,
ef brögð yrðu að, en stjórnin mundi reyna að finna ráð til þess að kippa
þessu í lag.
Lýkur hér útdrætti þessum úr fundarbókinni, og er þá ekki öðru við
að bæta en þvf, að nóg verkefni er fyrir félaginu, og nauðsyn ærin, að
halda því sem fastast í horfinu. Vér vitum aldrei, hvenær þær ástæður
kalla að, seni reyna á krafta þess. M. J.