Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 82
78
Jón Helgason:
Prestafélagsritiö-
En vel hefir Beda gelað verið kunnugt um þetta mikla ey-
land norður í höfum, sem síðar fær nafnið Island, þótt lýsing
hans á því komi ekki heim við landið eins og það var í raun
og veru, af því að hann fer þar eftir lýsingu eldri höfunda á
einhverju öðru landi, sem þeir nefna þessu sama Thúle-nafni.
Þess er þá líka vel að gæta, að í riti Dikuils er ekki með
einu orði gefið í skyn, að þessir klerkar, sem hann hitti og
þar höfðu verið fyrir 30 árum, hafi fyrstir fundið þetta land.
Þeir hafa vel getað farið þangað eftir tilvísun manna, sem
þar höfðu dvalist á undan þeim, og svo koll af kolli.
En um klaustralýð hinnar írsk-skozku kirkju vita menn
með fullri sögulegri vissu, að fyr höfðu þeir ekki lokið trú-
boðsstarfsemi sinni heimafyrir — en ferðalöngunin rak þá á
stað að heiman. Um miðbik 6. aldar má trúboðsstarfi þeirra
heima heita lokið, og þá hefst líka þetta einkennilega far-
fugla-líf þeirra. Það sem dró þá að heiman var sumpart trú-
boðsáhugi þeirra: eftir orði Krists »að fara út um allan heim«
með fagnaðarerindið; þvt fóru margir þeirra yfir til megin-
landsins og hófu þar trúboðsstarf, sem bar mikinn árangur.
En sumpart var það áhuginn á sálarheill sjálfra þeirra, sem
knúði þá til að yfirgefa átthaga sína, hverfa að heiman, frá
»Eríns grænu eyju« — Irlandi, sem nú nefnist svo, en þá
nefndist Skotland (Scotia) — út í einveruna miklu, eins fjarri
hávaðaglaumi heimsins og hægt var. Vér getum rakið spor
þessara heilögu manna norður með vesturströnd Skotlands
(er þá nefndist ýmist Norður-Caledonia eða Albania), þar sem
fyrir þeim urðu hinar fögru klettaeyjar, er sögur vorar nefna
Suðureyjar (en nú nefnast Hebrida-eyjar). Vér höfum sannar
sagnir af lífi þeirra á sumurn þessum eyjum, t. d. á eyjunni
Jóna (nú Ikolmhill), þar sem Finnian ábóti hafði stofnað hið
stórmerka Jóna-klaustur, sem heilagur Kólumba (eða Kolum-
killa eins og hann stundum er nefndur) síðar veitti forstöðu
og gerði- allra írsk-skozkra klaustra frægast í þá daga, og
þaðan barst kristna trúin til Pikta, sem bygðu Skotland. Frá
Suðureyjum héldu þeir svo áfram norður á bóginn til Orkn-
eyja og Shetlandseyja, en þaðan var fárra daga sigling til