Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 91
Prestafélagsritiö.
Frumkristni þjóðar vorrar.
87
til trúboðið hófst með komu þeirra Þorvalds og Friðriks bisk-
ups, verið án alls sambands við kristna trú og kristna menn.
Samband Islendinga við umheiminn virðist hafa verið mjög
fjörugt á þessu tímabili. Annars vegar komu hingað útlend-
ingar, er ráku kaupskap, og má óhætt gera ráð fyrir, að
meðal þeirra hafi verið kristnir menn. Hins vegar var farfýsin
of rík í huga Islendinga til þess að þeir gætu haldið alveg
kyrru fyrir heima, sízt meðan enn lifðu úti á meginlandinu
frændur og vinir, sem þeir vildu fegnir halda sambandi við.
En á þeim ferðum sínum hlutu þessir Islendingar að eiga
mök við kristna menn, ekki síður en við heiðna. Um nokkra
þessara manna vitum vér, að þeir á þessum ferðum sínum
létu skírast, sumpart af sannfæringu en sumpart af praktisk-
um ástæðum. Aðrir — og þeir kynnu að hafa verið flestir —
tóku »primsigningu« (prima signatio), þ. e. létu signa sig
merki hins heilaga kross, til þess að geta frjálslega umgeng-
ist jafnt kristna menn sem heiðna. Með því að taka prim-
signingu skuldbundu þessir menn sig til þess að hafna blót-
um, þótt þeir ekki beint tækju trú og létu skírast. Þeir stóðu
þannig, líkt og trúnemar í fyrstu kristni, mitt á milli heiðin-
dóms og kristindóms. Svo sem kunnugt er, var það alltítt á
þessum tímum, að Islendingar er utan fóru, gengu í þjónustu
konunga og höfðingja um lengri og skemri tíma. En ættu í
hlut kristnir konungar eða höfðingjar, þá settu þeir venjulega
þau skilyrði fyrir að taka þá í sína þjónustu, að þeir létu
skírast eða að minsta kosti tækju primsigningu.
Svo var um þá bræður Egil og Þórólf Skallagrímssonu, er
þeir vildu gerast menn Aðalsteins konungs hins trúfasta, sem
var maður vel kristinn. Konungi leizt vel á mennina, og hugði
liðsemd mikla mundi vera að fylgd þeirra. En hann bað
Þórólf og þá bræður, að þeir skyldu láta primsignast, »því að
— segir söguritarinn — það var þá mikill siður bæði með
kaupmönnum og þeim mönnum, er á mála gengu með kristn-
um mönnum; því að þeir menn höfðu alt samneyti við kristna
menn og svo heiðna, en- höfðu það að átrúnaði, sem þeim
var skapfeldast«. Hve þýðingarlítil þessi primsigning reyndist