Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 139
Prestaféiagsritið. Þegar hjörtun taka að brenna.
135
alvöru sagt frá reynslu sinni í því efni á prenti. Sú reynsla
virðist afar-sjaldgæf. En ef vér trúum frásögum bíblíunnar,
ættum vér að geta hlýtt á frásögur samtíðarmanna vorra af
samkynja reynslu. Hvorar fyrir sig geta orðið til að skýra
hinar. Eg ætla að enda mál mitt í dag með því að segja
yður frá slíku atviki. Eg tek það eftir mjög alvarlegu tímariti.
Atburðurinn gerðist í september 1913. Maðurinn, sem fyrir
honum varð, er fangavörður og hefir bæði fyr og síðar orðið
fyrir undursamlegri reynslu. Hann segir svo frá:
»Eg á erfitt með að lýsa því, sem fyrir mig kom í gær-
kvöldi. Það var undursamlegt og hefir haft mikil áhrif á mig.
Með því að eg var einn heima í vikulokin, fór eg í gær-
morgun að heimsækja vinafólk mitt, sem á heima nálægt
fangelsinu. Eg kom til þeirra um dagmálabil. Skömmu síðar
tók að rigna. Sú rigning hélzt allan daginn og næstu nótt.
Það bauð mér að vera hjá sér um daginn. Eg undi vel hag
mínum hjá þeim og klukkan ÍOV^ um kvöldið lagði eg af stað
heim. Vinir mínir léðu mér stóra regnhlíf. Dimt var og eyði-
legt á veginum. Eg var að hugsa um það, sem við höfðum
verið að tala um um kvöldið. Við höfðum verið að ræða um
meðferð á glæpamönnum. Og eg hafði verið að reyna að lýsa
fyrir þeim, hvernig eg héldi að Jesús mundi vilja láta fara
með þá.
Dimt var úti og regnið streymdi niður. Eini maðurinn, sem
eg mætti á leiðinni heim, var einhver, sem eg varð skyndi-
lega var við, er eg var kominn miðja vegu. Hann kom fast
að mér og eg sá, að hann var í hinum hræðilega sakamanna-
búningi.
Hann mælti: »Þér hafið stóra regnhlíf; má eg leita skjóls
undir henni með yður?«
»Það er velkomið!« svaraði eg. Hann kom enn fastara að
mér og tók undir handlegg mér. Eg verð að játa, að mér
var ekki um það í fyrstu. En rödd hans var svo mjúk og
orðin svo blíðleg, og snerting hans svo hressandi — betra
orð á eg ekki yfir það — að bráðlega gleymdi eg því, að
líklegast væri eg að tala við fanga, er komist hefði út úr