Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 22
18
Freysteinn Gunnarsson:
Prestafélagsritið.
Auk þessarar félagsstarfsemi, sem nú hefir verið mjög laus-
lega á drepið, mætti enn nefna margskonar starfsemi og fé-
lagsskap, sem í stærri löndunum vinnur undir merki kærleik-
ans fyrir kirkju Krists. En hér skal nú fyrst og fremst bent
á hitt, að stofnanir þessar hafa margar hverjar átt við þröngan
kost að búa. Kostnaðurinn er afarmikill, þar sem um slíka
starfsemi er að ræða í stórum stíl. Tekjulindirnar aftur á móti
fáar. Oft ekki annað en gjafir góðra manna.
En hér í Svíþjóð hafa stofnanir þessar ekki alls fyrir löngu
fengið mikinn og óvæntan styrk. A 400 ára afmæli siðabótar-
innar 1917 gaf sænska þjóðin yfir 4 miljónir til eflingar kær-
leiksstarfseminni innan sænsku kirkjunnar. Sú höfðinglega gjöf
er fagurt dæmi þess, að fólkið hefir lært að meta starfsemi
þessa. Sömuleiðis ber gjöfin vott um almenna hjálpfýsi og
innilegt trúarlíf innan kirkjunnar.
Skal nú hér á eftir ger stutt grein fyrir afmælisgjöf þess-
ari, tildrögum hennar og undirbúningi, svo og árangri og út-
hlutun fjárins.
Tildrög og undirbúningur. Hugmyndin um að minnast 400
ára afmælis siðabótarinnar með almennri fjársöfnun í Svíþjóð
kom fyrst fram á nefndarfundi í »Almenna, sænska presta-
félaginu« 27. sept. 1913. Var það presturinn Axel Svanberg,
sem vakti máls á því í sambandi við það, hvað gera skyldi
til styrktar líknarstarfseminni innan safnaðanna. Uppástungu
hans um þetta var þegar tekið með miklum áhuga, og var
Axel Luttemann, sóknarpresti í Köping í Vesterásstifti, falið
að kynna sér aðferð þá, sem viðhöfð hafði verið í Englandi
við samskonar fjársöfnun þar undir handleiðslu erkibiskupsins
af Canterbury.
Eftir að um málið hafði verið fjallað á fleiri fundum, voru
tillögur um það lagðar fram fyrir yfirstjórn prestafélagsins á
fundi hennar 24. febrúar 1914. Voru tillögur þær fram bornar
af 8 manna nefnd, og áttu m. a. sæti í henni þeir tveir prestar,
sem áður voru nefndir. Vfirstjórn prestafélagsins félst á til-
lögurnar í aðalatriðunum og samþykti um leið að beina þeirri