Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 134
Haraldur Níelsson:
Prestafélagsritið.
130
brenna. Nýr, heitur áhugi vaknar með skilningnum; nýjar von-
ir fæðast; ný gleði verður til. Það er sem þoku létti og nýtt
og vítt útsýni opnist. Með hinn nýja, heita fögnuð í sálinni og
þörfina á að ræða um þetta undarlega atvik við aðra, hraða
þeir sér þegar í stað aftur inn til borgarinnar og þar hitta
þeir þá ellefu samansafnaða. Þeir verða fyrri til að segja þeim
tveimur frá því, að drottinn sé vissulega upprisinn, því að
hann hafi bjrzt Pétri. En síðan koma þeir með sína sögu og
leggja aðaláherzluna á það, hvernig þeir hafi þekt hann á því
að hann braut brauðið. Hvað eftir annað rekum vér oss á
það í upprisusögunum, að það eru smáatvik, sem verða því
valdandi, að hinn upprisni þekkist. Það getur orðið oss til
leiðbeiningar nú á tímum.
Hve hljóta hjörtu þeirra allra að hafa logað. Aldrei hafa
frásögur um dularfull fyrirbrigði gripið mannshjörtun með
undursamlegra mætti. Hve samúðin hefir orðið heit og innileg
í hópnum. Það ágæta tækifæri virðist hinn upprisni hafa fært
sér í nyt. Meðan þeir voru að tala um þetta, stendur hann
alt í einu meðal þeirra og segir við þá: »Friður sé með yð-
ur!« Og nú býður hann þeim að þreifa á sér og sýnir þeim
hendur og fætur, svo að þeir þurfi ekki framar að vera í
neinum efa. Alt þetta gerðist sama daginn. Undursamlegi upp-
risudagur! Miklar eru orðnar afleiðingar atburða þinna! Enn
brennur hjartað í oss við að hugsa um það, sem gerðist á
þér!
Má ekki segja, að auðkenna megi frumkristnina með þessu,
að þá hafi hjörtu manna tekið að brenna? Upprisuboðskapur-
inn hafði alstaðar þær verkanir. Hann vakti menn upp af
deyfð eða efa eða vonleysi. Hann veitti nýjar vonir, nýtt út-
sýni, nýjan fögnuð. Hann kveikti. nýjan áhuga, nýja ábyrgðar-
tilfinning, nýtt fjör, nýjan þrótt. Hjörtu lærisveinanna allra
stóðu í loga. Hve undursamleg breyting! Þetta varð úr hrædd-
um, sorgbitnum, örvæntandi fylgismönnum hins krossfesta!
Höfuðeinkennið á beztu tímabilum mannkynssögunnar er
það, að þá kviknar einhver heilagur logi í hjörtum mannanna.