Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 113
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 109
sameiginlegri tilbeiðslu manngrúans og verða fyrir andlegri
lyftingu á ferðinni.
Vera má að ástæðan til þess að Islam náði yfirráðum yfir
Afríku sé sú, að um leið og svertinginn verður fyrir áhrifum
nýrrar menningar. þar sem honum er þröngváð til að leggja
niður siðlausa nekt sína, hætta að eta mannakjöt, láta af
ruddalegu Iauslæti, ofáti og ofdrykkju, lærir hann að þekkja
sitt eigið manngildi í samfélagi við trúbræður af óskyldum
kynstofni.
Erfikenningar Islams verða jafnvel til þess að greiða götu
svertingjans, því að fyrsti bænakallari Múhameðs var svert-
inginn Bilál; hinn mikli landstjóri Qafur var hrafnsvartur negri.
Islam uppelur svertingjann aldrei í lamandi lítilsvirðingu á
sjálfum sér, eins og á sér stað í »hvítri kristni«. Svertinginn
kristni laugar sig árangurslaust í »blóði lambsins«; hvítur
verður hann ekki í augum hvítra manna.
Hinn alkunni frægi svertingi, meþódistapresturinn Edward
Blyden, segir frá því, að hann einhverju sinni hafi heyrt
svertingjaprest í lítilli blámannakirkju vestan hafs ávarpa hinn
dökka, varaþykka og ullhærða söfnuð sinn með þessum orð-
um úr 1. Jóhannesar bréfi: »Vér vitum að þegar hann birt-
ist, þá munum vér verða honum líkir«. »Hugsið yður bræður«,
bætti hann við, »fríðan, hvítan mann, bláeygan með rósrauð-
ar kinnar og bjart hár — og vér eigum að verða honum
líkir«. — Á þessa leið myndi svartur Múhameðstrúarkenni-
maður — mollah — hvorki hugsa né tala; fyrir honum
stendur himininn opinn með þeim hörundslit, sem hann hefir.
II.
Þegar á frumæskuskeiði náði Múhameðstrúin menningar-
forustu á ótrúlega skömmum tíma,. forustu, sem um langt
skeið var glæsileg og undraverð. Það eru tæplega liðin 100
ár eftir »hedjra«, þegar fagur, margþættur og öflugur menn-
ingarstraumur brýst út frá Damaskus, hinni nýju alheimsborg,
þáverandi aðsetri kalífanna af Ommajade ætt.