Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 7
Prestafélagsritiö.
Kirkjusameiningarstarfsemin.
3
Þegar því menn frá ólíkum kirkjufélögum gera trúarjátn-
ingu og kirkjustjórn að sameiginlegri stefnuskrá, þá er það
alls ekki sva að skilja, að það skuli ginna né tæla, og því
síður neyða öll kirkjufélög til þess að hafa sömu játningu og
samskonar stjórn. Reyndar ætla menn, að margar kirkjudeildir
séu hver annari líkari en þær sjálfar gera sér ljóst, og að
vönduð og kærleiksrík viðleitni á að kynnast muni verða þess
valdandi, að margt af því, sem virðist horfa til skilnaðar, muni
reynast svo léttvægt, að það megi vel missa sig, — einmitt
fyrir þessa sök óska menn samskifta milli kirkjufélaganna. En
það, sem kirkjufélögin eiga og tilverurétt hefir, það, sem þau
hafa áunnið sér sem andleg verðmæti, það má ekki frá þeim
taka, heldur ber að hlynna að því og varðveita það sem
heilagt lánsfé, sem eign gervallrar kirkjunnar.
Þegar því þetta mót í Genf valdi að lokum »framhaldsnefnd«
til þess að vinna áfram að hinu mikla markmiði: að undirbúa
heimsþing fyrir öll kirkjufélög, — yfirbiskupinn í Jerúsalem
gaf kost á að halda þingið þar, — þá er eðlilegt, að þessi
nefnd sendi þessar spurningar til íhugunar og rannsóknar í
öllum kirkjufélögum: Hver trúarjátning er hugsanlegt að megi
verða undirstaða sameinaðrar kristinnar kirkju; mundi það
verða ný játning, eða önnurhvor hinna gömlu, Nikeujátningin,
eða-postullega játningin? Og: hver kirkjustjórn mundi ljósast
afmála þá safnaðarmynd, sem nýja testamentið sýnir oss og
bezt mundi vinna verk Drottins meðal þjóðanna?
Þessar spurningar er nú verið að íhuga. En þar sem vér í
lútersku kirkjunni gefum ekki spurningunni um kirkjustjórn-
ina sérlegan gaum, þá er hún aftur á móti mjög mikils varð-
andi í hinni enskumælandi kristni, og þá eigi síður í gömlu
katólsku kirkjunum, bæði hinni grísku og rómversku, því að þær
fylgja kenningunni um postullegu röðina, »successio aposto-
lica«, en samkvæmt þeirri kenningu er kirkjan borin uppi af
biskupsdómnum, sem gengur í erfðir mann frá manni fyrir
handayfirleggingu. Biskupafundur ensku kirkjunnar, eða Lam-
beth-mótið, sem haldið var í Lundúnum rétt á undan fund-
inum í Genf, snerist þannig við þessari spurningu, að þ^ð