Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 55
Prestafélagsritið.
Pálsbréfin.
51
iil þess að sönn lífsspeki verði úr. En það hygg eg að varla
nokkur muni draga í efa, að Páll hafi haft þau skilyrði sem
þurfti, til þess að hin mikla og margháttaða reynsla yrði hon-
um arðberandi. Það þarf varla annað en benda á verk hans
til þess. Menn lesa ekki vínber af þyrnum eða fíkjur af þistl-
um. Avöxturinn sýnir sáðmanninn. Páll ekki aðeins vinnur
meira en allir hinir, eins og hann kemst að orði, og plantar
fagnaðarerindið í borg eftir borg. Hann ekki aðeins brýzt
fyrstur í því að losa fagnaðarerindið úr fjötrum Gyðingdóms,
og skilur fyrstur orð Krists um það, að fagnaðarerindið eigi
ekki að vera ný bót á gömlu fati. Hann ekki aðeins plægir
fyrstur óruddan akur kristilegra bókmenta og kristilegrar guð-
fræði. En hann gerir það, sem líklega má merkilegast telja,
að hann færir vestrænni menningu hina austrænu trú, og
plantar með því kristindóminn í þeirri menningu, sem varþámest,
og hefir fram á þennan dag sigrað heiminn. Hann vogar sér
með þennan boðskap, sem orðinn var til í afkima, inn í hring-
iðu heimsmenningarinnar og plantar hann þar svo, að hann
varð ósigrandi. Að vísu var það ekki Páls verk, heldur meist-
arans sjálfs, sem sigraði heiminn, en aðdáanlegur er hann
samt, þessi hugprúði stríðsmaður, og dæmalausa þekkingu
hefir hann haft á mönnunum og lag á þeim, dæmalausa lip-
urð í vandasömum kringumstæðum og festu í erfiðleikum.
Honum skjátlaðist ekki, sem valdi einmitt þennan mann sér
að verkfæri. Og þegar vér lítum á þetta, þá skiljum vér enn
betur, að Iífsreynslan hafi ekki farið fram hjá slíkum manni
ónotuð.
Þessar hugleiðingar og ályktanir, sem vér getum dregið af
starfi Páls, og þeim árangri, sem það hafði, staðfestist full-
komlega af bréfum hans. í þeim eru alstaðar setningar og
kaflar, sem sýna, hve aðdáanlega hann kunni að umgangast
mennina, hve veraldarvizka hans var mikil við hlið trúarstyrk-
leikans. Þessir kaflar eru nokkurskonar lykill að því, hve
mikið Páli varð ágengt, því að þeir sýna oss yfirburði hans.
Eitthvert alþektasta dæmi upp á þetta er Filemonsbréfið,
styzta bréf Páls.