Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 56
52
Magnús jónsson:
Prestafélagsritið.
Það voru í vissu falii talsvert erfiðar kringumstæður fyrir
Pál, sem gáfu tilefni til bréfsins, en hann greiðir úr því öllu
á þann hátt, að auðséð er, að þetta var smáræði fyrir honum.
En mikið ákaflega mundi mönnum hafa farist það mtsjafnlega
vel úr hendi. Af því að gáfumenn heimsins hafa mjög ann-
álað þetta bréf Páls og það sýnir oss vel þessa hlið hans,
er það ómaksins vert að eyða um það nokkrum orðum.
Þræll einn, Onesímus að nafni, hefir strokið frá húsbónda
sínum, Fílemoni í Kólossu. Þetta var nú ekki svo óalgengt,
en það lá mikið við því, og þarf að setja sig vel inn í hugs-
unarhátt fornaldarinnar í þessu efni til þess að fylgjast með,
lítilsvirðinguna á þrælunum og meðferðina á þeim. Fílemon
var kristinn maður. Onesímus kemst alla leið vestur til Róma-
borgar án þess að vera handsamaður, og var þó fjöldi manns,
sem beinlínis hafði það að atvinnu, að handsama strokuþræla
og senda þá heim. í Rómaborg kemst Onesímus einhvern
veginn á vegu Páls. Páll kristnar hann, og sendir hann svo
heim. — En með honum skrifar hann svo þetta litla bréf.
Eg vil taka hér úr því kafla:
»Því er það, að þótt eg gæti með fullri djörfung vegna
samfélags míns við Krist, boðið þér að gera það, sem skylt
er, þá fer eg þó heldur bónarveg vegna kærleika þíns, þar
sem eg er eins og eg er, hann Páll gamli, og nú líka band-
ingi Krists Jesú. Eg bið þig þá fyrir barnið mitt, sem eg hefi
getið í fjötrum mínum, hann Onesímus, sem áður var þér
óþarfur, en nú er þarfur bæði þér og mér. Sendi eg hann
nú samt til þín aftur, og er hann þó sem hjartað í brjósti
mér. Feginn vildi eg hafa haldið honum hjá mér, til þess að
hann í þinn stað veitti mér þjónustu í fjötrum mínum vegna
fagnaðarerindisins. En án þíns samþykkis vildi eg ekkert gera,
til þess að velgjörningur þinn skyldi ekki koma eins og af
nauðung, heldur af fúsum vilja. Því að vísast hefir hann þess
vegna orðið viðskila við þig um stundarsakir, að þú síðan
skyldir fá að halda honuin eilíflega; ekki lengur eins og þræli,
heldur þræli fremri, eins og elskuðum bróður, mjög kærum
mér, en hve miklu fremur þó þér, bæði sem manni og kristn-