Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 71
Prestaféiagsritiö. Um starfrækslu kirkjugarða. 67
fyrir þeirri skoðun minni. í Kaupmannahöfn, þar sem lík-
brensla hefir átt sér stað í tugi ára, hefir fólk ekki enn lært
að meta hana meir en það, að aðeins 4—5%> líka eru brend.
Með sömu hlutföllum, sem varla mætti þó strax búast við hér,
mundi líkbrenslustofnun hér í Reykjavík fá til brenslu um 20
lík á ári. Eg sé því ekki betur en óhætt sé að hefjast handa
með að fá kirkjugarðana í sæmilegt horf, vitandi að við
þá verðum vér lengi að búa.
Hvernig er starfræksla kirkjugarða framkvæmd
hjá öðrum þjóðum?
Síðastliðið vor fór eg til Danmerkur, aðallega til þess að
kynnast starfrækslu kirkjugarða þar. Auk þess kom eg við í
Edinborg á Skotlandi og sá þar nokkra garða. Eg veit ekki
hvort öðrum hefir verið líkt farið og mér, er eg sá fyrsta
kirkjugarðinn í Kaupmannahöfn, en mér varð það á að roðna
og spyrja sjálfan mig, hvort vér í öllum greinum værum eins
langt á eftir öðrum þjóðum í menningu og myndarskap, eins
og í hirðingu kirkjugarða. Eg gat ekki gefið sjálfum mér
fullnægjandi svar við þeirri spurningu, og eg get heldur ekki
skilið það herfilega tómlæti og trassaskap, sem vér til þessa
höfum sýnt í meðferð kirkjugarða.
í Kaupmannahöfn eru 5 kirkjugarðar reknir af bænum
(6 munu vera reknir af sérsöfnuðum), þannig að þeir eru
reknir á kostnað bæjarins með sérstakri stjórn. Þetta er talin
heppilegasta leiðin til að garðarnir séu sómasamlega hirtir og
heilbrigðislegs öryggis sé þar gætt. Tekjur og gjöld er látið
standast á, að svo miklu leyti sem hægt er. Þó er meira
hugsað um að starfræksla garðanna sé myndarleg, en um hitt
að ekki verði smá tekjuhalli. Þannig hefir t. d. einn stærsti
og fegursti kirkjugarðurinn, »Vestre Kirkegaard«, verið rekinn
með dálitlum tekjuhalla síðustu ár. 011 vinna innan garðs fer
fram undir sömu stjórn og er unnin af föstum starfsmönnum
garðsins. Það gefur tryggingu fyrir fullu samræmi, enda er alt