Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 93
Prestafélagsriiið.
Frumkristni þjóðar vorrar.
89
sig. Það er eins og »holdið girnist gegn andanum og andinn
gegn holdinu«. Auður kona Gísla og Gunnhildur mágkona
hennar fóru síðan til Danmerkur, og tóku við trú í Heiðabæ,
gengu síðan til Róms, en komu hvorug aftur.
Einnig er sagt um Orm sterka Stóró/fsson, að hann léti
primsignast í Danmörku og þá vitanlega til þess að geta átt
samneyti við kristna menn. Svo er að sjá sem hann, eftir
heimkomu sína, hafi fengið fullkomnari skilning á ágæti krist-
innar trúar, því að hann lét ekki aðeins skírast, heldur er
honum það vitni borið, er hann lézt í hárri elli, að hann hafi
alla tíð haldið fast við trú sína. Meira að segja er svo mælt
í þætti hans, að eitt sinn, er hann var í hættu staddur, hafi
hann heitið Guði og heilögum Pétri postula að ganga til
Róms, og síðar efnt það heit. En jafnframt var hann mjög
hjátrúarfullur, áleit sig umkringdan og ofsóttan af illum anda-
verum, sem hann líka átti sífelt í höggi við, og var sterk-
trúaður á fyrirburði og drauma.
Um Finnboga ramma segir í sögu hans, að hann hafi
erlendis kynst kristinni trú og fengið mætur á henni, þótt
hann hvorki léti skírast né primsignast erlendis. En það heit
hafði hann unnið, að bærist sá boðskapur norður í lönd, þá
skyldu fáir taka þann sið fyr en hann, og hann eggja til
hins sama alla þá, er á hans orð vilji hlýða. Það heit á hann
að hafa unnið »Jóni Grikkjakonungi«, er hann var í Mikla-
garði, að krefja skuld fyrir Hákon jarl. Hvað sem hæft er í
þeirri sögu, þá er víst, að enginn varð fljótari en Finnbogi
rammi til að játa kristinni trú með Þorgeiri goða móðurbróður
sínum, er kristni var lögtekin árið 1000. Er svo að orði
komist í sögu hans, að hann væri jafnan síðan formælandi
þess að styrkja og styðja það sem hinir ágætustu menn
boðuðu og hafi sjálfur orðið vel kristinn.
Meðal íslendinga, sem kristni tóku erlendis, mætti og nefna
Kolskegg Hámundarson bróður Gunnars, en hann kom aldrei
út hingað eftir kristnitöku sína. Svo má og hér nefna þá
Þorvarð Spakböðvarsson, er að sumra sögn var skírður í
Englandi og lét reisa kirkju á bústað sínum Asi í Hjaltadal