Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 125
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar. 121
skólum var lokað, loftið var »hreinsað«, og vísindin visn-
uðu upp.
Leiðtogár prestastéttarinnar voru auðugir og voldugir. Inn-
stæðufé það, er þeir studdust við var vel trygt, það var gjafa-
fé og framlög guðrækinna manna; með því léttu þeir á sér
syndabyrðunum og önnuðust jafnframt um börn sín og ætt-
menni, því það mátti áskilja þeim um nokkur ár ákveðið eftir-
gjald af jörðum, baðhúsum, sölutorgum eða smíðahúsum, er
þeir höfðu látið af hendi, en forstöðumenn bænahúsanna,
»imam e djuma«, komust á þennan hátt yfir mikil efni og
höfðu launaða fylgismenn hópum saman, er hlýddu bending-
um þeirra viðstöðulaust; þreklitlir höfðingjar gátu jafnvel ekki
þrjóskast. Fyrir hina rétttrúuðu prestastétt, hina kóranlærðu,
var öll skýring og frávik frá orðum kóransins stórhættulegt,
þar eð það haggaði við valdi þeirra og atvinnu.
Þegar kalífaríkið leysist sundur af pólitískum ástæðum, flýr
hugsanafrelsið og leitar sér hælis hjá ungum öflugum fursta-
ættum í hinum frágreindu soldánsríkjum, en þar er það aftur
kæft, og þegar vopn Islams fóru halloka, þá er hugsanafrelsið
og afkvæmi þess vísindin fyrir fult og alt af dögum ráðin.
Það er fast ákveðið að opinberunin sé æðri en skynsemin og
að áríðandi sé að forðast hana og flýja, eins og flúið er
undan ljóni.
Þess er þó ekki að dyljast, að sem kirkjuríki hefir Islam
verið miklu lífseigara og öflugra sem þjóðfélagsstofnandi en
önnur trúarbrögð, er það hafa reynt.
Ástæðan til þessa er vafalaust sú, að Múhameð hafði sjálf-
ur til að bera frábært vit og mannþekkingu til þess að festa
hið siðferðilega skipulag ríkisins. Islam hefir með miklum
sanni verið nefnd »hin auðveldu trúarbrögð«, sem einungis
leggja léttar byrðar á játendur sína og setja hegðun þeirra
rúm takmörk. Islam ástundar jafnan hið gullvæga meðalhóf
og fylgir borgaralegri röð og reglu.
Spámaðurinn segir: Beztur meðal yðar er ekki sá, sem
vanrækir þennan heim vegná annars heims og ekki heldur
sá, sem fer gagnstætt að. Beztur er sá, sem nýtur beggja.