Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 110
106
Áge Meyer Benedidsen.
Prestafélagsritið.
sóknar, né syndavitundar og sálarhrellingar. Þau komu eins
og tilboð: Viltu dýrð þessa heims og annars? Eða viltu
dauða og glötun?
Sjá, alt, sem Allah krefst af mönnunum, felst í þessu, að
þeir trúi því sem spámaðurinn hefir sagt og breyti því sam-
kvæmt. Heyr, hvers Allah krefst!
Síðan koma hin fimm frægu boðorð, máttarviðirnir í Islarn
— »Ed diw« eru þau nefnd.
1. Tewhid — þ. e. eining Guðs, sem þér ber að játa helzt
5 sinnum á sólarhring með bæninni, sem spámaðurinn
kennir oss.
2. Djihád — þ. e. barátta fyrir trúna, sem þú átt að vera
reiðubúinn til að heyja gegn öllum vantrúuðum með því að
boða trú þína einlæglega og láta lífið fyrir hana, ef þörf gerist.
3. Zakát — þ. e. ölmusugjafir — til allra bágstaddra trú-
bræðra, tíundi hluti af tekjum þínum.
4. Ramadan — þ. e. fasta, sem þú átt að haida einn mánuð
ár hvert, frá dögun til dagseturs, líkamsþörfum máttu sinna
einungis að nóttu til.
5. Hadj — þ. e. pílagrímsferð, sem þú átt að fara til Mekka
a. m. k. einu sinni á æfinni, ef unt er.
Sé litið á þessi boðorð, er það ljóst, að þau eru stíluð
eins og hernaðarskipun. Einfaldi krafturinn og ósveigjanlegi
aginn einkennir boðskap Islams og hertekur hugi manna.
Heiðingjarnir eru aldir upp við kenningu spámannsins, eins
og þegar hermenn eru æfðir. Boðorðið um bænina er her-
hvatning og auðkennið í hernum. Næst er herópið (djihád), —
þá skyldan að reynast góður félagi (zakát), — æfing í hlýðni
(fastan), — og loks hin mikla skrúðfylking — hadj — fyrir
augliti hins æðsta herstjóra — Allah. —
Stórfeld áhrif hefir guðsboðunin á oss, sem erum gest-
komandi í löndum Islams. I smábænum, sem ekki hefir af
verksmiðjuháreysti, vagnaskrölti né reyk að segja, hefur bæna-
kallarinn upp raust sína, hátíðlega og hreimfagra, svo sem
kalli hann menn til alvöru og auðmýktar. Þannig hljómar
morgunbænin, sem við hverja sólarupprás er endurtekin frá