Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 117
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar.
113
III.
Engum hugsandi, skynsömum fylgismanni spámanns-kenn-
ingarinnar getur á vorum dögum verið ókunnugt um, að veldi
Islams er lamað, og það ekki eingöngu vald vopna þeirra,
heldur einnig menningar. Frá löndum Islams hefir öldum
saman engin áhrifamikil hugsun borist, engin leiðbeining í
þróunarátt, engin ráðning á jafnvel auðveldustu gátum lífsins,
er aftra mætti mannssálinni frá að sökkva niður í andlausa
efnishyggju. En ekki er nóg með það, að tekið sé fyrir allar
framfarir, heldur hefir eyðandi sýki gagntekið þjóðfélag Islams.
Alt er á fallandi fæti og í rústum: hafnir fyllast sandi, vegir
ófærir, fallnar brýr og borgir í fátækt. Musteri og hallir eru
í vanhirðingu, viljaþrek Islams lamað. Fáfræði, hjátrú og
aðgerðarleysi kæfir blómlega menningu fyrri daga. Hvað er
orðið úr Fez, hvað úr Kairuanborg, E1 Azhár, Kúfa, Kerbelá?
]afnvel fegurð Mekkaborgar er að miklu leyti horfin! Raust
Islams hljómar nú sem raunakvæði, sárt og tregaþrungið;
fögur er hún ef til vill vegna fortíðar sinnar og þess yndis-
þokka, er gömul, fyrrum auðug menning lætur eftir, en ekki
spáir hún neinu góðu um framtíðina. — Eins og logar blossa
upp af slokknanda eldi, eips gýs upp við og við sú hugsun,
heit og ofsafengin, að berjast verði á ný fyrir hugsjónum
horfinna tíma, og að allir Islamsmenn myndi að nýju hernaðar-
samtök gegn óvinunum. En vopnabúrið er tómt, og óvinurinn
voldugi, Vesturlönd, hefir yfirtökin og beitir óspart vilja sínum
í viðskiftum við hina hrörnandi trúfélagsheild, sem í svo
mörgu er nú orðin upp á aðra komin.
Hverja grein má þá gera fyrir þessari geysimiklu hnignun
hins áður sigursæla veldis?
Ekki er það ellin, sem því hefir valdið. Menning Islams er
langtum yngri en hin hellensk kristna menning, sem við hana
kepti, og einmitt á æskualdrinum var vöxtur og máttur Islams
mikill.
Því hefir verið haldið fram, að menning Islams hafi verið
reist sem á eldgígsbarmi — að árásir Asíuþjóðanna hafi
8