Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 155
Prestafélagsritið.
Erlendar bækur.
151
fyrir því, að þar væri um alveg einstakt rit að ræða sem Passíusálm-
arnir eru.
En síðari tímum lærðist fljótt að gera mun á þessu, því að áður en
komið var að aldarlokum höfðu fjórar útgáfur Passíusálmanna birzt á
prenti. Og þar sem sálmar Guðmundar brátt gleymdust með öllu, hafa
sálmar Hallgríms lifað hverja útgáfuna af annari fram á þennan dag.
Útgáfan 1907 er hin 43. [síðasta útgáfan: 1920 mun vera hin 45.].
Fylsta ástæða er til þess að ætla, að orð Hallgríms „eilíft það okkar
samtal sé“ muni rætast bókstaflega að því er Passíusálmana og íslend-
inga snertir. Eitt er að minsta kosti víst, að ennþá lifir þetta „samtal" á
tungu þjóðarinnar. Hér hefir sannreynst gamla orðið „vox populi, vox
dei“ — rödd lýðsins er guðs rödd“. —
Dr. Arne Möller hefir tileinkað þessa doktorsritgerð „föðurlandi móð-
ur minnar", sem jafnframt er föðurland Hallgríms Péturssonar. Mættu
samlandar Hallgríms kunna að meta það verk, sem ræktarsemi höfund-
arins við föðurland móður sinnar, hefir knúð hann til að vinna með
bók þessari! Af öllu, sem ritað hefir verið um Hallgrím, er þetta hið
langveigamesta og ítarlegasta. Enginn hefir Iíkt því jafnrækilega og þessi
danski prestur reynt að grafa fyrir rætur þessa ágæta skáldskapar,- sýnt
með rökum hvernig hann sé til orðinn og lifað sig inn í allan anda hans.
Það kann ve! að vera, að sérfræðingar á því sviði, 'sem hér ræðir um,
finni einhverja minniháttar agnúa, helst sögulegs og bókfræðilegs efnis, á
ritinu. En slíkt fær aldrei haggað gildi þess. Það er og verður hið bezta,
sem um Hallgrím Pétursson og skáldskap hans hefir verið ritað. Þess
mun enn langt að bíða, að honum verði reistur bókmentalegur minnis-
varði, er taki þeim fram, sem honum hefir verið reistur með þessari rit-
gerð. Þess væri óskandi, að hún fengi marga lesendur á landi hér, því
að engum er málið skyldara en oss íslendingum og vér erum allir í
þakkarskuld við höfundinn fyrir það verk, sem hann hefir unnið hér.
Hver sá heiður, sem sýndur er minningu Hallgríms Péturssonar, er jafn-
framt sýndur hinni íslenzku þjóð. Dr. J. H.
Oskar Geismar: ANDAGTSBOG. Vinter og Vaar. Aschehoug & Co.
Khavn 1921.
„Húslestrabók" þessi, sem nær yfir helming ársins (frá nýári til júní-
loka) er með einkennilegu sniði og ólík að flestu öðrum þess konar
bókum, sem eg heft séð. Hún er auðsjáanlega ætluð fremur til einka-
uppbyggingar, en til upplestrar fyrir heimilisfólk sitt. Höfundurinn er
ungur og gáfaðar kjörsafnaðarprestur á Fjóni og er sýnilega fylgjandi
Grundtvigs-stefnunni svo nefndu. Hann heldur t. a. m. mjög fast fram
gildi trúarjátningarinnar postullegu svo sem lifandi orðs af munni guðs.
Þeim „kirkjulega arfi “ kristins safnaðar vill hann fyrir engan mun sleppa
eða nokkuru einstöku atriði hans. Hin trúarlega lífsskoðun höfundarins