Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 114
110 Áge Meyer Benedidsen: Prestaféiagsriiið.
Satt er það að vísu, að hér er um menning að ræða, sem
áunnin var með sverðseggjum, og að hrúgað var saman dýr-
gripum og fjársjóðum, sem teknir höfðu verið með ránum og
ofríki. Þrjú mikil menningarríki urðu að lúta kalífunum: Sýr-
land, ríki Miklagarðkeisara og Persaríki.
En rangt væri þó Islam gert til, ef því væri haldið fram,
að öll sú töfradýrð, er hún notar sem höfuðprýði og líkust er því,
er sagt er frá í »Þúsund og einni nótt«, væru rændir fjársjóðir.
Það er furðuverk, hversu fljótt þessir eyðimerkurriddarar
Arabíu, er vanist höfðu hinni mestu nægjusemi í lifnaðar-
háttum og engar kröfur gerðu til ytri fegurðar né báru skin
á hana, — fara að sækjast eftir skrauti og sællífi og venja
sig á það. Abu Bekr og enda Omar lifa fátæklegu og ströngu
tjaldalífi, svo óbrotnu, að konur meðal sigruðu þjóðanna hafna
þeirri virðingu, að verða herfangar kalífanna, eða jafnvel
eiginkonur þeirra.
En með Othman, aðeins 10 árum eftir dauða Múhameðs,
hefst hin gullna blómaöld, svo glæsileg, að jafnvel Rómaborg
fær ekki, þegar vegur hennar stóð sem hæðst, jafnast við hin
skínandi æskuafrek Islams.
Valdsherrann ræður yfir ógrynnum auðæfa og með barns-
legri fordild eys sigurvegarinn þeim út. Damaskus er skreytt
glæsilegum húsum, musterum, aldingörðum, gosbrunnum,
marmaraþróm, baðhúsum og veizlusölum. —
Beztu listamenn þeirra tíma koma, þegar á þá er kallað,
Grikkir, Sýrlendingar, Egiptar og Persar, og fjöldi æfðra
þolinna og áræðinna iðnaðarmanna hjálpar til. Höll Máranna
er reist, þar sem á einkennilegan og töfrandi hátt er þætt
saman húsum, aldingörðum og niðandi vatnslindum, þar sem
íbúanum finst hann ávalt vera inni, en aldrei inniluktur, því
að vísu er þetta hús, en þó að nokkru leyti sem úti í guðs-
grænni náttúrunni; gosbrunnasvalir og súlum prýddar hallir —
frjósamir aldingarðar með niðandi vatnslindum í silfurlögðum
þróm, inndæl tjaldbyrgi með marglitum rúðum og klædd
ábreiðum, háreistir salir, opnir út að nýjum blómlegum aldin-
görðum, — milli bogmyndaðs tíglaskrauts úr gullþráðum og