Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 109
Prestaféiagsritið. Sigur og hnignun Múhameðstrúar.
105
kristindóminum, hve bág kjör kristin kirkja á við að búa í
löndum Múhameðsmanna. Auk þess er ein af aðalkenningum
kristilegrar kirkju, friðþægingarkenningin um kærleiksfórn
Guðs fyrir syndir mannanna, játendum Islams óskiljanleg og
jafnframt hneyxlanleg. Þeir geta ekki á nokkurn hátt samrýmt
það fastmótuðum hugmyndum sínum um einn Guð, að Guð
eigi son, og fyrir Múhameðsmanninn, sem ber ótakmarkaða
lotningu fyrir einveldi Guðs, er það blátt áfram hræðileg
hugsun, að þessi sonur hafi Iátið deyða sig til þess að frið-
þægja fyrir syndir mannanna.
í musteri Omars í ]erúsalem eru undir hvelfingunni með
gullnu letri skráð þessi orð:
»Guð er ekki þess eðlis, að hann geti átt son. Hann
þarfnast einskis hjálpara, er frelsi hann frá smán«.
Múhameðsmenn líta svo á kristnu trúna, að hún sé að minsta
kosti öfgakend og örðug krókaleið til frelsunar.
Spámaðurinn hefir sýnt mönnunum skýrt og skilmerkilega,
að það sé opin leið að miskunn Guðs fyrir hvern þann, sem
heldur boð hans, og það getur hver maður, »því að Guð
leggur engum þyngri byrði á herðar en hann fær borið«.
Því er það, að kalífinn hlær háðslega að guðhrædda einsetu-
manninum, sem skýrir honum frá baráttu þeirri, er hann eigi
í, til þess að geta öðlast hjálpræðið:
»Þú heimskingi, þú gengur um snarbrött einstígi eins og
steingeit og þér er búið fall á hverri stundu! — Sérðu þá
ekki, að hérna niðri á sléttlendinu hefir spámaðurinn vísað
oss hinn beina, slétta veg til aldingarða Guðs!«
Islam er hinn auðveldi átrúnaður, hinn vægasti af öllum
sáttmálum við Guð! Hver mundi þá vilja fá annan erfiðari í
staðinn?
Það er þetta, sem vér verðum að hafa í huga til þess að
vér getum skilið hinn mikla og hraðfara sigur Islams.
Islam kom yfir hinn heiðna heim eins og fellibylur hug-
rekkis, viljafestu og eldfjörs. Til rétts skilnings á þeim trúar-
brögðum var hvorki krafist erfiðrar og alvarlegrar sjálfsrann-