Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 94
90
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
(aðrir telja hann skírðan af Friðriki biskupi úti hér), ennfremur
þá Þorvald víðförla og Stefni er báðir tóku trú erlendis —
hinn fymefndi á Saxlandi, hinn síðarnefndi í Danmörku.
Enda þótt þessi frumkristni íslendinga væri ekki þróttmeiri
en nú hefir verið lýst eða dýpri og almennari, þá var það
engan veginn þýðingarlaust að slík kristni var hér til. Þótt
játendur kristinnar trúar væru aðeins fáir einstaklingar, og
þótt þeir væru dreifðir víðsvegar um land, ef til vill, er bezt
lét, einn eða tveir í hverju þingi, þá leiddi af þessu að
almenningur hafði þó nokkur kynni af þessum suðræna
átrúnaði, er nú var tekinn að ryðja sér til rúms einnig á
Norðurlöndum. Það var því engan veginn svo sem kristni-
boðarnir kæmu hingað með átrúnað, sem enginn hafði heyrt
nefndan áður, eða boðuðu »ókunna guði«, er ekki höfðu
heyrst nefndir fyr. Þetta eitt út af fyrir sig var býsna þýð-
ingarmikið atriði. I annan stað er svo að sjá sem, enda þótt
margir heiðnir menn hafi litið með fyrirlitningu á þessa kristnu
menn, þá hafi þeir hins vegar verið margir á meðal þeirra,
sem ekki gátu annað en játað, að hinn nýji átrúnaður hefði
góð áhrif á játendur sína og að ekki væri nema gott eitt um
þá að segja, þótt þeim þætti kynleg framkoma þeirra í sumu
t. d. að vilja ekki eiga nein mök við heiðna menn. Eg get
hér mint á dóm Þorgeirs hörðska um Asólf og félaga hans.
Kunnugt er og hvernig Njáli fórust orð um hinn nýja sið, er
hann heyrði hversu hann breiddist út í nálægum löndum; —
hefir hann ef til vill kynst kristnum mönnum hér í landi. Þá
má og minna á baráttu Gísla Súrssonar við sjálfan sig um
hvort hallast skuli að kristinni trú. I fáum orðum: Þau kynni,
sem menn höfðu af kristinni trú, urðu til þess að opna enn
betur augu hugsandi manna fyrir því, hve hinn gamli átrúnaður
þeirra væri ófullkominn og ófullnægjandi — og með þeim
hætti ekki sízt hefir frumkristni þjóðar vorrar, þrátt fyrir alt,
orðið til þess að greiða kristnitökunni braut með þjóð vorri.
En þess er ekki að dyljast, að bezta undirbúning sinn átti
kristnitakan í hinu þverrandi valdi heiðninnar yfir hugum