Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 41
Prestafélagsritið.
Bjartsýni kristindómsins.
37
þeirra með sem dökkustum litum og að framsetja spádóma
um það, hve öldungis óþolandi þeir tímar verði, sem í hönd
fari. Því er fortakslaust haldið fram, að heimurinn fari síversn-
andi. Og því er þá einnig fortakslaust haldið fram, að afdrif
mannanna verði hin aumlegustu. Reyndar hættir oss prestum
við í líkræðum vorum að gera ráð fyrir því um flesta, að þeir
verði sáluhólpnir, og tali maður við kristið fólk um látna ást-
vini þeirra, þá vona jafnvel svartsýnir píetistar nálega ávalt,
að ástvinir þeirra séu hólpnir orðnir, enda þótt flestum öðrum
sé því sem næst ómögulegt að uppgötva það, er þeir geti
bygt á slíkar vonir. En hvað um það, — það er orðið að
trúarsetningu í huga þessara manna, — trúarsetning, sem ekki
þykir þurfa neinna sannana, — að það sé aðeins Iítill hópur
manna, sem hólpinn verði; allur þorrinn eigi glötun vísa«.
(N. Kbl. 1906, bls. 266).
Er það furða, þótt slík kristindómsskoðun sem sú, er
Klaveness prestur lýsir hér, dragi úr framkvæmdarþreki manna
og lífsgleði.
Bjartsýni guðstraustsins hefir þar á móti gagnstæð áhrif,
hvernig sem menn annars gera sér grein fyrir bjartsýninni.
Þeir sem treysta Guði og afskiftum hans öðlast þrek og þor.
Guðstraustið lyftir undir þá til andlegrar áreynslu og baráttu
í þjónustu hins góða.
Sé spurt um orsakir þess, að kristilegt ástand á ýmsum
tímum ekki hefir verið eða er betra, en raun ber vitnf, myndi
þá ekki rétta svarið vera: Orsakirnar eru þær, að menn voru
ekki komnir lengra í því að treysta náð Guðs, en andlega
ástandið ber vott um. Menn þorðu ekki að vera nógu bjart-
sýnir á afskifti Guðs, á komu ríkis hans, á hið góða með
mönnunum og sigur þess.
Hversvegna kom Páll postuli svo miklu til leiðar?
Er ekki öllum ljóst, að það var vegna þess að hann treysti
Guði og var sannfærður um náð hans. Hann leit á sjálfan
sig sem samverkamann Guðs og treysti því örugglega, að
Guð myndi vera í verki með honum, myndi gefa vöxtinn, þar
sem hann gerði sitt til þess að gróðursetja trúna í hjörtum manna.