Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 68
64
Sigurður Gunnarsson:
Prestafélagsritið.
skýrsluformi, þar sem tilgreint sé prestakall, tala kirkna, fólks-
fjöldi, sætafjöldi í hverri kirkju, og loks tala kirkjugesta.
Sambúð presta og safnaða telja biskuparnir yfirleitt í mjög
góðu lagi; prestarnir ræki flestir störf sín af alúð og dugnaði,
sumir við mjög harðan kost, og í svo víðlendum prestaköllum
að ofraun sé einum manni að þjóna. Einkum er farið lofsanr-
legum orðum um innilegt samband presta og safnaða víða
austanfjalls. Er til þess tekið, sérstaklega í Hamarsbiskups-
dæmi, hve safnaðar- og sveitastjórnir, og einstakir safnaðar-
menn hafi reynst prestum sínum vel umliðin dýrtíðarár, metið
að verðleikum þolgæði þeirra og skyldurækni við erfiðar
ástæður og þröngan kost.
Sumstaðar er á það drepið að fræðslu barna í kristindómi
sé talsvert ábótavant, og virðist fræðslufyrirkomulaginu að
nokkru um kent. Biskupinn í Niðaróssbiskupsdæmi segir t. a.
m.: »Heimilin skifta sér miklu minna af kristindómsfræðslunni,
en þau áður gerðu; þau skortir bæði vilja og getu til þess.
Þetta er að líkindum eðlileg afleiðing þess, að stefnan í skóla-
málum fjarlægist sífelt heimilin meira og meira. Starf hinna
svokölluðu eftirlitsnefnda, er varðveita áttu sambandið milli
skólans og heimilanna, hefir ekki reynst annað en lakasta
kák. Þó margt mætti út á gömlu farkensluna setja, hafði hún
þann kost að hún stóð miklu nær heimilunum. Nú varpa
heimilin öllu, einnig kristindómsfræðslunni frá sér á skólana,
og við það hefir þeim aukist mjög erfiði. Heimilin fylgjast
sára lítið með því sem í skólunum gerist«.
Líknarstarfsemi segja biskuparnir að víða sé rekin með
áhuga, einkum í bæjum og í sjóþorpum, og eigi heimatrúboðið
góðan þátt í því; einnig hafi prestarnir, með tilstyrk nokkurra
leikmanna, boðað guðsorð sjómönnum í fiskiverunum, þar sem
þeir hafa til náð.
Þótt biskuparnir norsku tali yfirleitt gætilega um hið kirkju-
lega ástand, leynir það sér ekki að þeir eru ekki ánægðir
með það. Skulu hér að lokum tilfærð orð biskups Böckmans
í Niðaróssbiskupsdæmi. Hann segir: »Sé nú spurt um ávextina
af starfi kirkjunnar með þjóð vorri, verður það ekki björt