Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 104
100
F. C. Krarup:
Prestafélagsritið^
unnar/ Þá mun hið trúfræðilega og töfrakenda sjónarmið falla
burtu af sjálfu sér, því að einingaratriðið hlýtur þá að verða
þetta, að láta líf frelsarans birtast á svo áhrifaríkan hátt, að
það megi verða sálunni hvorttveggja, voldug hvöt og um leið
hvíld. I raun og veru mun það, að líkindum, vera svo, að
alment mun vera gert ráð fyrir slíku einingaratriði. Þó er
hér alt undir því komið, að það fái að sitja í öndvegi. Á það
verður með engu móti fallist, að sú guðsþjónusta, þar sem
eina skilyrðið fyrir hluttöku væri fólgin í elsku til persónu
frelsarans og starfsemi, og lotningu fyrir honum, ætti að vera
í ósamræmi við kröfur hins kirkjulega lífs. Raunar hefir því
verið haldið fram, að söfnuður leitandi sálna fæli, eftir eðli
sínu, í sér mótsögn og væri hrein ómynd. En hið villandi við
þessa staðhæfingu er það, að gengið er út frá því sem sjálf-
sögðu, að trúfræðileg játning sé ómissandi vottur um trúrækið
líferni. En þetta er þó bygt á fullum misskilningi. Trúræknin
kemur beint fram í hinu raunhæfa, en ekki í fræðikenningum.
Að vísu hljóta allir meðlimir tiltekins safnaðar að vera gæddir
ákveðinni samkend, en slíkt getur væntanlega átt sér stað, án
þess að þeir þurfi að vera á einu máli um trúfræðilegar skil-
greiningar. Þegar um Jesú er að ræða, mun öllum kristnum
mönnum koma saman um að játa, að fyrir hann komumst vér
í samband við Guð á alveg einstæðan hátt; hann og hinn
æðsti eru eitt. En menn getur greint mjög á um hitt, hvernig
beri að orða þessa einingu guðssamfélagsins. Enda telja
margir enga þörf á að gerá sér þessa grein með hugsuninni.
Og á þessu er ekki heldur nauðsyn. Á ósamræmi í trúfræði-
legum efnum verður ekki bygður dómur í þá átt, að af því
leiði ólíkar, eða tvennskonar tegundir kristindóms. Þá fyrst er
unt að tala um frábrugðnar tegundir kristindóms, er menn
greinir svo mjög á um skilninginn á algerviseðli Jesú, að
uppbyggingin og áhrifin í raunhæfum efnum, er af þeim
skilningi leiða, verða með all-ólíkum hætti.
Hvort þau verðmæti, sem kirkjan hefir upp á að bjóða,
muni öðlast almenna viðurkenningu, er spurning, sem hver
einstakur maður fyrir sig verður úr að skera. En það hefir