Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 148
144
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
Þá er dómurinn um ]ón Árnason, biskup í Skálholti 1722—1743,
einnig eftirtektarverður, og lysingin á starfsemi hans (bls. 122—127). Er
Jón biskup Árnason hér látinn njóta sannmælis og lýst sem mikilmenni,
og hæfileikar hans metnir að verðleikum.
Margt mætti annað nefna eftirtektarvert í bók þessari. En sennilega
munu þrír kaflar vekja mesta athygli hjá Islendingum, er bókina lesa:
Lýsingin á 17. öldinni, allur IV. kafli bókarinnar og kaflinn um nútíðar-
ástand kirkju vorrar.
Á bls. 99—114 er ágætt yfirlit yfir 17. öldina. Er fyrst sagt frá kirkju-
rítúali Kristjáns 5., sem aldrei var lögtekið hér á landi, og skýrt frá livað
því hafi valdið, að rítúalið var aldrei, að ráðstöfun stjórnarvaldanna, út-
lagt á vora tungu, né nokkurt lagaboð gefið út um, að þetta rítúal skyldi
gilda hér hjá oss. Hið sama sé að segja um þá bók Kristjáns 5. laga,
sem Iýtur að trúarbrögðunum og prestastéttinni. Sá kristniréttur hafi heldur
aldrei verið löglega innleiddur hér. — Þá er lýsing á hjátrú og galdra-
brennum 17. aldarinnrar, á kirkjulegu og kristilegu ástandi safnaðanna, á
lærdómsiðkunum aldarinnar og skólafræðslu, á veitingu prestakalla, guðs-
þjónustufyrirkomulagi, kirkjum, skrúða, prédikunum og húslestrabókum. Er
fróðlegt að skoða í þennan aldarspegil, þótt hrygðarmynd sé, sem þar ber
fyrir áugu vor: trúrækni almennings bundin ytri helgivenjum án þess að ná
til hjartans, samfara lágu siðgæðisstigi, drykkjuskap og annari óreglu —
dimm fíð, sem þó ól trúarskáldið vort bezta og ýmsa aðra ágætismenn.
IV. kafli bókarinnar er um sendingu Harboes og starfsemi hér á
landi, um Magnús Stephensen og sálmabók hans o. fl. En V. og síðasti
kaflinn er um 19. öldina og nútíðarkirkju vora, prýddur 19. myndum. Er
þar komið að því efni, sem flestir geta um dæmt, en sízt má ætlast til
að allir verði sammála um, þótt gætt sé allrar varúðar í dómum og
efnisvali.
Nokkrar smávillur hafa slæðst inn í bókina, aðallega prentvillur, og
eru sumar þeirra leiðréttar á miða, er fylgir. Aðrar eru bersýnilegar
hverjum athugulum lesanda, t. d. dánarár Odds Gottskálkssonar, sem á
bls. 18 er talið 1546 í stað 1556, en er rétt í registrinu; postilla Gísla
biskups Þorlákssonar ('j' 1684) er á bls. 112 sögð útgefin 1690, í stað 1670;
Magnús Eiríksson er á bls. 188 talinn dáinn 1883, en í registrinu er rétta
dánarárið 1881. — Gottskálk biskup Nikulásson er nefndur Gottskálkur.
— A bls. 88 er sagt að maður Guðríðar konu Hallgríms Péturssonar
hafi dáið í Algier, en af bréfi Guðríðar til manns síns (prentuðu aftan
við Tyrkjaránssögu, Rv. 1906—1909), vitum vér, að Eyjólfur Sólmundsson
var aldrei herleiddur. Hann var nýdáinn í Vestmanneyjum, þegar Guð-
ríður kom aftur til Islands. — Undir myndinni á bls. 73 stendur: „Fra
Þingvellir", en myndin er frá Úlfljótsvatni. Er þetta leiðrétt í nýútkomnu
tölublaði af „Dansk-islandsk Kirkesag".
Villur þessar, sem hér hafa verið taldar, eru allar smávægilegar, og