Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 38
34
S. P. Sívertsen:
Prestafélagsritið-
var varið, sést, að oft hefir hún verið líkari bjartsýni síðgyð-
ingdómsins en kristindómsins.
Hugsunarháttur síðgyðingdómsins um fjarlægan Guð, er
lítil afskifti hefði af heimsrásinni, um heim, er sífelt færi
versnandi, um gjörspilt manneðli, og um guðsríki í komandi
heimi, barst snemma inn í kristnina og náði föstum tökum á
mörgum kristnum mönnum.
Þetta sjáum vér hvergi betur en í Opinberun Jóhannesar.
Sú bók endurspeglar þá sannfæringu kristinna manna, að
spilling, vantrú og guðleysi á háu stigi myndi verða undanfari
endurkomu Krists. Heimur fari versnandi, sé það vottur þess,
að endalok heims séu í nánd.
Höfundur Opinberunarbókarinnar lifir á ofsókna- og hörm-
ungatímum. En alt böl og andstreymi, synd og spilling, er að
dómi hans aðeins fyrirboði lausnar hinna trúuðu frá böli jarð-
lífsins, undanfari endurkomu Krists.
Höfundur væntir þess, að Guð muni hafa skyndileg afskifti
af heiminum, sýna mátt sinn og veldi, og leiða til dýrðlegrar
sælu alla þá, er varðveitt höfðu trúna með þolgæði.
Opinberunarbókin er svartsýn á ástand þátímans. En hún
leit út fyrir hið nálæga. Höfundur bókarinnar var sannfærður
um, að þótt hið illa réði á yfirstandandi tíma, væri það aðeins
um stundarsakir; þótt hin illu völd hefðu yfirráð í bili, myndi
þeim þó innan skamms steypt af stóli. Þótt hin illu völd
tækju höndum saman, var höfundur ekki neitt hræddur um,
að endalokin yrðu vafasöm í hinni miklu lokabaráttu.
Opinberunarbókin skýrir á hinu einkennilega líkingarmáli
sínu frá þeirri bjartsýnu sannfæringu trúarinnar, að þótt hið
sanna og góða verði um stundarsakir að lúta í lægra haldi
og ranglætið setjist í hásætið, muni hið góða áreiðanlega að
lokum bera sigur úr býtum. Hið góða sé máttugra en hið
illa og ríki Guðs muni að síðustu verða öllum illum öflum
yfirsterkara. —
A líkan hátt og þennan hafa kristnir menn þráfaldlega
gert sér grein fyrir bjartsýni sinni.
Þessi heimur var eymdadalur, og ekki var hægt að vera