Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 80
Prestafélagsritið*
FRUMKRISTNI ÞJÓÐAR VORRAR.
Alþýðufræðslu-erindi.
Eftir dr. theol. Jón Helgason biskup.
Alkunna er, að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu út
hingað á síðari hluta 9. aldar, voru hér fyrir klaustramenn,
er skjótt tóku til hvatra fóta og hurfu héðan brott, með því
að þeir, eins og segir í Islendingabók, »vildu ekki vera hér
við heiðna menn«. Af ýmsum munum, sem þeir létu eftir, t. d.
bókum, bjöllum, böglum o. fl., var auðráðið hverrar þjóðar
þeir voru. Það voru írsk-skozkir munkar, sem á flótta út úr
ysi og þysi veraldarinnar höfðu borist út til hinnar óþektu
eyjar norður í höfum:
Menn hafa stundum furðað sig á því, að baglar er nefndir
meðal þeirra muna, er eftir þá fundust úti hér. Þetta er
ástæðulaust. Irsk-skozka eða keltneska miðaldakirkjan var í
mörgu frábrugðin hinni rómversku kirkju þeirra tíma. Þar
voru t. a. m. fleiri biskupar en nokkurstaðar annars, og alveg
öfugt við það, sem annarstaðar tíðkaðist, voru biskupar þeir
ekki neinir kirkjulegir yfirstjórnendur, heldur var hin kirkju-
lega yfirstjórn í höndum ábótanna. Biskuparnir voru sem sé
klaustramenn, er höfðu það eitt fram yfir aðra klaustramenn,
að þeir höfðu biskupsvígslu, og það aðallega til þess, að geta
vígt presta og aðra, er vígslur skyldu taka. Fyrir því er ekk-
ert því til fyrirstöðu, að meðal munka þeirra, sem hingað
komu og hér dvöldust, hafi og verið biskupar — en þá
verður það skiljanlegt, að baglar gátu orðið hér eftir, er þeir
flýðu land. Hinir norrænu innflytjendur nefndu þá, svo sem
kunnugt er, Papa, sem í þann tíð var algengt heiti á kirkj-
unnar mönnum. Og enn í dag lifir minningin um þessa fyrstu