Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 156
152
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
?r því fyllilega kirkjuleg og kristileg. Það er að eins framsetning hans á
trúar-efninu, sem er með öðrum blæ en menn eiga að venjast á slíkum.
bókum. Hann hirðir lítt um að binda bagga sína þar sömu hnútum og
samferðamenn hans. Hér er ekkert sem minnir á gamla prédikunarlagið
og prédikunartóninn. Hugleiðingarnar eru hvað orðalag snertir miklu lík-
ari veraldlegum blaðagreinum, enda hefir höf. fengist mikið við að skrifa
í blöðin um kristileg og fagurfræðileg efni. Hann kemst líka oft mætavel
að orði. Hann er auðsjáanlega þaulvanur bardagamaður, djarfur í máli,
bersögull og jafnfimur til sóknar og varnar. Þar er eldur inni fyrir. Hann
talar af einlægri og uppgerðarlausri vandlætingu vegna drottins. Hann
virðist hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá Sören Kierkegaard. Hug-
leiðingar hans eru í fylsta máta tímabærar og þótt þær séu aðallega rit-
aðar með hliðsjón á dönskum Iesendum, eiga þær einnig erindi til vor.
Eg engum, sem á annað borð hefir áhuga á kristindómsmálum, mun leið-
ast lestur þessarar hugleiðinga, svo miklu fjöri sem þær eru ritaðar af
og skilningi á hugsun nútíðarmanna.
Erik Thaning: TORNEVEJEN. Schönbergs Forlag. Khavn. 1921.
Höf. þessa rifs er einn af mestlesnu rithöfundum Dana á trúvarnar-
sviðinu, einkar ritfær maður, er út í æsar þekkir þær efasemdir sem á
vorum tímum gera vart við sig. Eg hefi áður (í Lögréttu 1920) vakið at-
hygli á tveim ágætum ritum sama höfundar: „]eg spörger. En Brevveks- ,
ling om moderne Tvivl“, og „Sig os hvordan". Þessi bók hans: „Þyrni-
brautin'1 er með nokkrum öðrum blæ en hinar. Aðalefni hennar er
friðþægingin — hið alveg ' einstaka gildi písla ]esú Krists og dauða og
það eftirdæmi, sem hann hefir oss þar eftirlátið til þess vér skyldum
feta í hans fótspor. Höf. er djúphyggjumaður, en framsetningin öll þannig,
að hver greindur lesandi getur fylgt hugleiðingum hans sér til ánægju og
uppbyggingar.
Martensen-Larsen: „SPIRITISMENS BLÆNDVÆRK OG SJÆLE-
DVBETS GAADER". I.—II. Frimodt. Khavn 1922.
Tímabært er rit þetta eftir dómprófastinn í Hróarskeldu dr. Martensen-
Larsen. Titillinn lætur menn renna grun í hver stefna þess sé: „Sjón-
hverfingar spíritismans og ráðgátur sálardjúpsins!" Þeir sem hafa áhuga
á að kynnast þessu nútíma-fyrirbrigði frá fleiri hliðum en einni, ættu að
eignast þetta ítarlega rit hins góðkunna danska lærdómsmanns og rithöf-
undar. En sérstaklega hefir ritið margvíslegan fróðleik að geyma, sem
prestar vorir hefðu gott af að kynna sér, til þess að geta leiðbeint öðr-
um um þau efni, sem ritið fjallar um. — Dr. J. H.
LIVSF0RELSE. Kristelig Selvforstaaelse. Fremstillet i Sa/nmenhæng
af F. C. Krarup. G. E. C. Gads Forlag. — Köbenhavn 1918. — 222 bls. —