Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 126
122 Áge Meyer Benedictsen: Prestafélagsritiö'.
Spámaðurinn segir: Sá, sem fastar að staðaldri, hefir ekki
hlýtt boðorðinu um föstuna.
Spámaðurinn segir: Það er engin dygð, að láta eigur sínar
af hendi og verða svo þurfamaður.
Spámaðurinn segir: Olmusu á sá einn að gefa, sem nægtir
hefir, og ber honum þó fyrst og fremst að hugsa um vanda-
menn sína!
Spámaðurinn segir: Þegar Guð gefur einhverjum velmegun,
þá þykir honum vænt um að merki velmegunarinnar sjáist á
honum.
Eins og sjá má af þessu getur í Islam mætavel farið sam-
an heilagleiki og fordild, eigingirni og sjálfsaðhlynning. Menn
taki til samanburðar við nefnd ummæli spámannsins, orð
Hrists þegar líkt stendur á.
Það er vissulega auðveldara að vera »á Guðs vegum« fyrir
Islams-mann en hinn kristna, og því getur siðferði Islams
aldrei komist upp úr vissu lágmarla', það lítur ekki hærra en
unt er að komast, á sér engar hugsjónir ofar stjörnum.
Það er fróðlegt að bera siðferðisstarfsemi Islams saman við
siðgæðisbaráttu hins hellensk-kristna heims.
Sé litið á þrælahaldið, þá verður því ekki neitað, að Islam
hefir unnið mikið að því að bæta kjör og meðferð þræla.
Islams-maður telur ósæmilegt að fara illa með þræl. í síð-
ustu ræðunni sem Múhameð flutti á fjallinu Árafa áður en
hann andaðist, lagði hann ríkt á um miskunnsemi og góðvild
við veika, snauða menn og þræla. — I Islam sætir þræll að-
eins hálfri hegningu móts við frjálsan mann, því að ábyrgðar-
tilfinning hans hlýtur að vera minni.
Sá, sem þekkir svívirðing þrælahaldsins hjá menningarþjóð-
unum, skelfingar þess í fornöld og »svörtu smán« síðari tíma
í Vesturheimi, hlýtur að blygðast sín vegna kristindómsins.
En nú er hin skilyrðislausa krafa Norðurálfunnar uppfylt:
þrælahald er bannað. Einn maður getur ekki verið verkfæri
fyrir markmið annars manns. »Maðurinn er markmið sjálfs
sín«, segir Imm. Kant. En í Islam eru þrælar sífelt seldir og
keyptir; það er löglegt, að þrælar séu til, því að Múhameð