Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 85
Prestaféiagsritið. Frumkristni þjóðar vorrar. 81
ættaður; móðir hans írsk konungsdóttir. Og »hann trúði á
Krist!« Ef til vill hefir kona hans haft áhrif á hann í því
tilliti, en annars var »kristindómur« Helga ekki á marga fiska,
sem kunnugt er. Helgi hélt til íslands með konu sína, sonu
tvo og dóttur. Og »er hann sá land, gekk hann til frétta við
Þór, hvar hann skyldi land taka«. Kristtrúarmaður vildi hann
þó teljast; því kendi hann bústað sinn við Krist og nefndi
Kristnes. En jafnframt »hét hann á Þór til sæfara og harð-
ræða allra og þess er honum þótti mest um varða«. Er sízt
furða þótt hann þætti »blandinn mjög í trú«. Onnur dóttir
Ketils flatnefs var Unnur hin djúpauðga. Hún hafði
átt Ólaf hvíta konung úr Dýflinni, er var kominn af Upp-
lendinga-konungum. Ólafur konungur féll í orustu á Irlandi
og flutti Unnur þá til Suðureyja. Nokkru síðar féll Þorsteinn
sonur hennar. Lét hún þá gera knör einn á laun og hélt
honum fyrst til Orkneyja, þaðan til Færeyja og loks út til
Islands. »Hafði hún á skipi með sér 30 karla frjálsa«. Hún
nam öll Dalalönd og bjó í Hvammi. Hún var kona vel kristin,
lét reisa krossa, þar sem síðar hét á Krosshólum, og hafði
þar bænahald sitt, því að kirkja var þar engin. Unnur var
vegskona mikil, og gat sér mikinn orðstír sökum mikilla vits-
muna og annara mannkosta. Aður en hún andaðist mælti hún
svo fyrir, að hún »skyldi grafin í flæðarmáli, því að hún vildi
ekki liggja í óvígðri moldu er hún var skírð«. Hefir þessi
ráðstöfun hennar verið útlögð svo sem vottur mikillar auð-
mýktar hennar; því að eftir norskum kristinrétti skyldi grafa
í flæðarmáli glæpamenn og óskírð börn. En þessa ráðstöfun
mætti skilja á annan veg. Um allar miðaldir var því trúað, að
þá er Kristur skírðist í Jórdan hafi — eins og segir í
Guðmundarsögu — áin (Jórdan) orðið svo ágætur heilagur
dómur, að öll vötnin urðu heilög hér í heimi af gift heilags
anda og í nafni heilagrar þrenningar og svo margfaldlega
hreinsuð af óhreinindum öllum, að eigi má hugur hyggja né
tunga tína þá miskunn, er Guð hefir í vatninu setta til hjálpar
mönnum hér í heimi, ef trúa vilja Guðs miskunn (B.s. I.
575 n.). Af því Unnur var skírð vildi hún ekki láta grafa sig
6