Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 130
Presiafélagsritið.
ÞEGAR HJORTUN TAKA AÐ BRENNA.
Prédikun eftir prófessor Harald Níe/sson.
„Og svo bar við, er hann sal til borðs með þeim, að hann tók brauð-
ið, blessaði og braut það og fekk þeim. Þá opnuðust augu þeirra, og
þeir þektu hann, en þá hvarf hann þeim sýnum. Og þeir sögðu hvor við
annan: Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann talaði við okkur á veg-
inum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?" (Lúk. 24, 30—32).
Ef þú hefir einhvern tíma orðið afskaplega hissa, er rætast tók
betur fram úr vandamáli þínu en þú hafðir búist við, eftir mikil
vonbrigði og mikil heilabrot, þá kant þú að hafa skilyrði til
þess að geta farið nærri um hugarástand þessara tveggja læri-
sveina, sem voru á leið til Emmaus-þorpsins hinn fyrsta páska-
dag kristninnar — naumast ella. Sameiginlegt einkenni á öll-
um upprisusögum nýja testamentisins er það, hve mikla undr-
un og furðu atburðirnir vöktu í brjóstum þeirra, sem fyrir
þeim urðu. En undrunin stefnir þar alt af í sömu átt. Það er
undrun þess, sem er á leið út úr náttmyrkri vonbrigða og
sorgar inn í dagrenning nýs útsýnis og bjartara skilnings.
Undrunin getur stefnt í gagnstæða átt, úr deginum inn í nótt-
ina. En svo var eigi um undrun upprisuvottanna. Nei, undr-
unin, sem kemur fram í páskafrásögunum, er æfinlega fyrir-
rennari fagnaðar. Svo var um undrun kvennanna, er þær komu
að gröfinni í afturelding með ilmjurtirnar og fundu ekki lík-
ama drottins }esú, en sáu alt í einu tvo menn í skínandi
klæðum. Svo var um undrun þeirra Péturs og Jóhannesar, er
þeir hlupu út að gröfinni og gengu inn í hana og skoðuðu
ummerkin: líndúkana (þ. e. líkblæjurnar) liggja á sínum stað,
og sveitadúkinn út af fyrir sig í sömu fellingunum og hann