Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 26
22
Freysteinn Gunnarsson:
Prestafélagsritiö.
Og enginn skyldi halda, að þeir, sem minst voru megandi,
hafi gleymt að leggja sinn litla skerf í guðskistuna. En margt
smátt gerir eitt stórt. Og sízt munu snauðra gjafir gleymast,
þótt fátæklegar séu.
Úthlutun samskotanna. Þá er næst að gera grein fyrir því,
sem ef til vill er aðalatriðið í máli þessu. En það er hvernig
samskotafénu var varið. Eins og áður er sagt, var það ekki
lagt í neinn sérstakan sjóð, heldur var því útbýtt að heita
mátti samstundis. Takmarksins fyrir fjársöfnun þessari er líka
áður getið lauslega. Nú var líka meiri hluti fjárins gefinn til
ákveðinna stofnana, og þurfti því ekki að taka neinar sér-
stakar ákvarðanir um úthlutun þess hluta. En erkibiskupnum
og tveim öðrum var falið að koma fram með tillögur um
úthlutun þess, sem gefið var án þess til væri tekið, hvernig
verja skyldi.
Samskotaféð skiftist alt í tólf staði, svo sem hér segir:
1. Diakonissustofnunin á Ersta...............kr. 521819,77
2. Samariterhemmet í Uppsala...................— 551027,49
3. Diakonissustofnunin í Hárnösand.............— 102897,47
4. Diakonstofnunin á Stora Sköndal.............— 192479,45
5. Byggingarsjóður Diakonistjórnarinnar ... — 131908,95
6. Til safnaðarsöngs o. fl.....................— 53397,13
7. Til almennrar líknarstarfsemi ..............— 919039,09
8. Til safnaðarþarfa: samkomuhús, kapellur,
hermannahæli................................— 1184914,08
9. Heiðingjatrúboð og sjómannavernd..........— 66525,96
10. Fjellstedts-skólinn í Uppsala................— 74744,22
11. Til fátækra guðfræðinema.....................— 141268,46
12. Sigtunastofnunin.............................— 292200,05
Vms kostnaður...............................— 28478,20
Samtals kr. 4250700,32
Af skýrslu þessari sést í stórum dráttum, hvernig samskota-
fénu var varið. En til frekari skýringar skal hér farið örfáum