Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 74
70
Felix Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
verður þó líka að gæta, að ekki séu altof mikil óþægindi að
fjarlægðinni, enda nauðsynlegt í öllum stærri bæjum að »kap-
ella« sé í garðinum.
Um síðara atriðið . er þess að gæta, að velja svæði sem
liggi vel við, sé opið fyrir sól og vindi, og er bezt að jarð-
vegurinn sé sendinn eða malarkendur og sem lausastur, til
þess að loftið nái að leika um hann og rotnun geti sem fyrst
farið fram. Því að bezt er að líkaminn losni fljótt við skaðleg
efni. Það sem sérstaklega ber að varast, er að velja votlenda
jörð eða láglendi, sem hallar að og vatn sækir á. Garðurinn
þarf að standa hátt, en verði vegna staðhátta að taka vot-
lendi, er óumflýjanlegt að byrja með að þurka það. Annars
ættu allir kirkjugarðar að hafa góð lokræsi fyrir neðan þá
dýpt, sem grafa á í. Sé ætlast til að ekki sé grafið nema einu
sinni í garðinn, er grafadýpt hæfileg 2 til 2,25 metrar. Sé
aftur á móti ætlast til að grafa seinna ofan á, er dýptin
hæfileg 2,50 til 2,75 m. — Sé gert ráð fyrir að tvígrafa, er
hæfilegt að áætla hér á landi að það eigi sér stað eftir 25
ár, alls ekki fyr. Annars fer það efiir jarðvegi garðsins, því
að rotnunin fer misfljótt fram, eftir því hvernig jarðvegur er.
Þetta er órannsakað hér á landi, þó mun vera óhætt að gera
ráð fyrir að hvergi megi tíminn vera styttri en 25 ár og víða
hæfilegt að hann sé 30 ár. — I Kaupmannahöfn er hann
20 ár.
Víða utanlands er tíminn ætlaður styttri fyrir börn og ungl-
inga og enda kvenfólk. Hér í fámenninu á það varla við og
sleppi eg því að minnast frekar á það.
Við kistum ætti ekki að hreyfa eða grafa alveg að fyr en
eftir 7 til 8 ár.
Sá ósiður, sem hér hefir viðgengist, að grafa að og ofan á
kistur og jafnvel taka þær alveg upp eftir óákveðinn tíma, t.
d. 1 til 2 ár, getur verið háskalegur. Það er engin trygging
fyrir, að af því geti ekki hlotist sýking, sérstaklega þegar
þetta er gert af mönnum, sem ekki hafa hugmynd um hvað
alvarlegt þetta getur verið.
Af sömu ástæðum er það að steingrafir eru mjög óheppi-