Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 54
50
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritiö.
Rómaborgar, en andinn leyfði honum það ekki. Hann hefir
án efa ætlað til Efesus á 2. kristniboðsferðinni, en andinn
rak hann lengra og lengra norður eftir þar til hann lendir
gegn vilja sínum í Tróas. Og þar fær hann sýn, sem rekur
hann yfir til Evrópu.
Þetta má kalla samband við annan heim! Og sá sem þetta
og margt fleira hefir reynt, hann getur talað um þessi efni.
En þó var engu minni lífsreynslan sem hann hafði í ytri
kjörunum. Hann telur það upp í 2. Kor., hvað hann hafi
ratað í af raunum. »Vegna meiri erfiðleika, vegna tíðari fang-
elsa, vegna hagga fram úr hófi, vegna dauðahættu oftsinnis;
af Gyðingum hefi eg fimm sinnum fengið fjörutíu fátt í einu;
þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar liðið
skipbrot, verið sólarhring í sjó, — vegna sífeldra ferðalaga,
vegna háskasemda í vatnsföllum, vegna háskasemda af völd-
um ræningja, vegna háskasemda af völdum samlanda, vegna
háskasemda af völdum heiðingja, vegna háskasemda í borg-
um, vegna háskasemda í óbygðum, vegna háskasemda á sjó,
vegna háskasemda meðal falsbræðra, vegna erfiðis og fyrir-
hafnar, vegna sífeldrar næturvöku, vegna hungurs og þorsta,
vegna iðulegra föstuhalda, vegna kulda og klæðleysis. Og of-
an á alt annað, sem fyrir kemur, hið daglega ónæði, áhyggjan
fyrir öllum söfnuðunum. Hver er sjúkur að eg sé ekki sjúkur?
Hver hneyklast að eg brenni ekki? .... Guð og faðir
drottins Jesú, hann, sem blessaður er að eilífu, veit að eg Iýg
ekki. í Damaskus setti landshöfðingi Areta konungs vörð um
borg Damaskusmanna, til þess að handtaka mig; en gegn
um glugga var eg látinn síga út fyrir múrinn í körfu og slapp
þannig úr höndum hans«.
Og þó átti Páll þá margt eftir, er hann skrifaði þetta. Það
var ekkert heimalið barn, sem hér var á ferð. Það er alveg
óhætt að lesa vandlega áminningakaflana í Pálsbréfum. Þeir
eru ekkert fimbulfamb út í loftið, heldur saman þjappaður
reynslu vísdómur.
Þó er það sannleikur, að mikil reynsla verður ekki öllum
að gagni. Hvorttveggja þarf að mætast, vísdómur og reynsla,