Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 64
60
Friðrik Friðriksson:
Prestafólagsritið.
komast með á skip er fór tii Suður-Jótlands, því þar átti
daginn eftir að halda samkomu í Dybböl-virkinu fyrir K. F.
U. M. og K. F. U. K. í Danmörk; sóttu þá samkomu um
25000 félagsfólks frá öllum stöðum í Danmörk.
Danska trúboðsfélagið var stofnað 17. júní 1821 í fiski-
þorpinu Taarbæk. Flét sá Bone Falck Rönne, sem gekst fyrir
stofnun þess. Ffann var sóknarprestur í Lyngby, en Taarbæk
lá þá í þeirri sókn. Um það leyti er hann varð prestur lá
skynsemskutrúin eins og martröð yfir hinni dönsku kirkju,
og heyrði Rönne til þeirri stefnu fyrstu prestskaparár sín, en
svo vaknaði hann upp til lifandi trúarlífs og starfaði síðan að
endurlífgun guðsríkis með brennandi áhuga. Þegar trúboðs-
áhugi var vaknaður í Englandi, fékk hann einnig áhuga fyrir
því starfi og varð verkfæri Guðs til þess að hrinda af stað
þeirri hreyfingu í Danmörk. Þennan fyr um getná dag safnaði
hann saman 63 mönnum, aðallega fiskimönnum úr sókninni
og átti með þeim fund um þetta mál. Ffélt hann snjalia ræðu
fyrir þeim, og sagði rneðal annars:
»Ef það er sannleikur að vér séum það, sem vér köllum
oss, kristnir menn; ef vér tilbiðjum Jesú, og trúum því að
hann sé sendur af Guði, sé hinn eingetni sonur föðurins, ef
vér trúum því, að hann sé til himins farinn og sitji við hægri
hönd almættisins, og að hann sé með oss, þá er og það víst
að vér af öllum mætti viljum vinna að útbreiðslu ríkis hans
meðal allra kynslóða jarðarinnar. Sé ekki þetta vor heita, fúsa
og fasta ákvörðun, þá er heldur ekki sannleikur í því, að vér
séum tilbiðjendur Jesú. Það er enginn millivegur til. Annaðhvort
trúum vér á Jesú og þá brenna hjörtu vor í oss af hinni
innilegustu löngun til að hlýða skipun hans; eða vér í sjálfs-
trausti gerum það sem vér viljum og fylgjum vorum geðþótta,
og þá erum vér ekki hans, heldur höfum yfirskin kristin-
dómsins og afneiíum krafti hans. Sjá tíminn er kominn, að
oss er mál að rísa upp af svefni. . . . Fiinum heilaga eldi er
kastað á jörð og hann blossar upp í hjörtum miljóna, mæjti
hann þá og upptendra hjörtu vor«.