Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 166
162
Erlendar bækur.
Prestafélagsritið.
hafa tekið land við Komorin-höfða á jólakvöldið 1918 og fór þá „um
hið heilaga Iand“ til Kailasafjallsins, er hún komst til 24. marz 1919. —
Efni erindanna er Yoga-vísdómur, sem á að hafa hjálpað þessari íslenzku
sál. Hef ekki enn getað farið svo nákvæmt í, að geti ítarlega um dæmt.
Náttúrlega margt fallegt, satt og gott, en „sumt vér ei um tölum“. En
bók þessi vekur forvitni um þessa Hallgerði Hallgrímsdóttur, þjóðsystur
vora, þarna í Himalajafjöllum, og mikla löngun til að biðja Isfirðinga,
að segja gjör frá henni. Væri fróðlegt og merkilegt að vita vel sanna
sögu slíkrar konu, ef unt er, og — ef hér er rétt frá ságt um aðalper-
sónur og efni bókarinnar. Skal þvf máli lokið með nefndri ósk ítrekaðri
við ísfirðinga. Ó. W.
Kristian Schjelderup: „RELIQIONENS SANDHET I LYS AV DEN
RELATIVITETSTEORETISKE VIRKELIGHEDSOPFATNINQ". —
Strangvísindalegt heimspekisrit, naumast annara meðfæri en lærðra
manna í þeirri grein. Ritið skýrir talsvert ítarlega frá kenningum Albert
Einsteins, hinni svo nefndu „relativitetsteoriu". Höf. telur þessa nýju
stefnu hafa talsverða þýðingu fyrir trúarheimspekina, einkum, að því er
virðist, í þá átt, að samkvæmt henni verði trúarbrögðin sem heimspeki-
legt hugtak jafn rétthá hverju öðru viðfangsefni heimspekinnar. — Ðókin
er gefin út á forlag H. Aschehoug 6í Co. í Kristiania 1921.
„STEFANUS. RELIEF“. Höfundur Olav Sletto. — Skáldsaga um
Stefán frumvott. — Höf. leiðir Stefán fram á sjónarsviðið sem áhuga-
saman, sannkristinn mann; læfur ástaræfintýri Stefáns verða ekki hvað
síztu ástæðuna að píslarvætti hans síðar. Sagan heldur fram talsverðum
skoðanamun á milli Stefáns og postulanna um það, hvernig söfnuðurinn
eigi að haga sér, hvort heldur dveljast áfram í Jerúsalem eð^ dreifast.
Stefán þykist sjá ofsóknir framundan og ræður til burtfarar, en postul-
arnir eru óráðnir og bíða. — Hið eftirtektaverðasta við söguna er þó
ef til vill það, hvernig höf. lætur Stefán rekast á svívirðingu syndarinnar
í allskonar myndum, jafnvel einnig innan vébanda frumsafnaðarins. —
Dókin er vel iæsileg, en málið (nýnorska) særir íslenzkt auga og eyra.
— Útgefandi er Olaf Norlis forlag í Kristiania 1921.
Dr. O. Hallesby: „DAAB — BARNEDAAB". — Höf. tekur til yfir-
vegunar þessar spurningar, er hann segir frá fornu fari hafi valdið deil-
um innan kirkjunnar:
„Er skírnin náðarmeðal eða aðeins Iíkingarathöfn? Er hún endurfæð-
ingarmeðal eða aðeins upptökuathöfn þess, sem skírður er inn í kristið
safnaðarfélag?
Sé skírnin endurfæðingarmeðal, hvernig er þá sambandið á milli
skírnarinnar og orðsins?