Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 122
Prestafélagsritið.
118 Áge Meyer Benedictsen:
breyta hugsunarhættinum, koma hugsjónum í framkvæmd og
auká víðsýni.
Þeir, sem þekkingu höfðu á kóraninum, héldu vörð um
Islam og varð þeim hvergi um þokað.
Sérhver þjóðhöfðingi, sem dirfðist að hnekkja úrskurðar-
valdi kóransins um þjóðfélagsmál, átti sér vísa fjandmenn á
hverju strái, og hefði hann ekki nægan herafla var úti um
hann. — I fyrstu voru það ekki aðrir en fáeinir arabiskir
hjarðmannaættflokkar, sem höfðu kóraninn að trúarbók, en er
tímar liðu og flokkar þessir voru orðnir að voldugu ríki, er
náði víða um mentaðan heim, varð eðlilega ógerningur að
stjórna öllu og öllum með fáum hundruðum fyrirmæla í hinni
helgu bók, þótt þau fullnægðu fáum þúsundum úlfaldreka og
fjárhirða. Það kom því ótrúlega fljótt að því, að viðaukum var
bætt við hina helgu bók, er bygðir voru á munnmælum og
eignaðir spámanninum; þetta er hin svonefnda Hadith (erfi-
kenning). Þegar vafamál bar að höndum var leitað til erfi-
kenningarinnar og óx hún lengi á þann hátt eins og sveppir
í vætu. Hvenær sem stjórnari þurfti að láta verja athæfi sitt,
útveguðu vellaunaðir kóran-lærðir menn honum spámannleg
ummæli, er gerðu statt og stöðugt það, sem óskað var.
Það var komið á fót heilum Hadith-verksmiðjum eins og
í Kúfa.
Loks kom þó að því, að alvörugefnir kóran-lærðir menn
tóku að færa þennan glundroða í lag og var ákveðið um þær
erfikenningar, er ábyggilegar þóttu, »sahé«. Nú eru í Islam
einungis þrjú viðurkend Hadith-söfn, sem vissa er fyrir að
eigi rætur að rekja til spámannsins, eða »trúarvottanna«,
þeirra er fyrst tóku trú. Má fyrst telja hið mikla verk A1
Bucharis »E1 sahé«; eru það sjö þúsund úrskurðir í Ijóðum.
En þegar þessum varnargarði trúarinnar er lokið, kemst alt í
ennþá fastari og óhagganlegri skorður. Landamæri Islams eru
nú ákveðin til fulls, og alt, sem er utan þeirra, er dæmt
trúarvilla. 011 »eftirvinnan« frá því 300 árum eftir Hedjra er
ekkert annað en þreytandi hártoganir og smásmuglegar skýr-
ingar og ályktanir. Að þessu urðu Islamsmenn að búa og