Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 10
6
H. Hoffmeyer:
Prestafélagsritið.
sameiningu kirkjunnar hefir rutt sér til rúms hjá öllum þjóðum
heims, og hefir enda víða látið mikið til sín taka. í Vestur-
heimi höfðu öll evangelisku kirkjufélögin komið á »sambands-
ráði« meðan á stríðinu stóð, »Federal Council of the Churches
of Christ in America«, og er þar unnið ótrauðlega í anda
sameiningarstefnunnar. Það er þetta »Federal CounciU, sem
hefir komið skipulagi á hina stórkostlegu hjálparstarfsemi
vestanhafs til handa nauðstöddum þjóðum í Norðurálfu, hjálp-
arstarfsemi, er nú sem stendur veitir hinni aðþrengdu rúss-
nesku þjóð afarmikla hjálp. Þetta sama »Council« hefir vakið
mikla hreyfingu í sínu eigin landi með ávörpum, er 11 milj-
ónir manna hafa skrifað undir, í þá átt, að takmarka her-
búnað, að halda uppi réttlæti og friði þjóða á milli, og mark-
miðið, sem stefnt er að, er hvorki meira né minna en að
útrýma hernaði úr heiminum.
Það er hver sjálfráður um skoðun sína á þessari kirkju-
legu alheimshreyfingu, og það er hægt að benda á erfiðleik-
ana, sem mörgum virðast ósigrandi. Á því er þó enginn vafi,
að á bak við alt þetta má Iesa orðin: »Guð vill það«, og það
svo greinilega. að þetta mun ekki verða áhrifalaust.
Til þátttöku í þessari alþjóðastarfsemi hefir hinum evangelisku
kirkjum Norðurlanda verið boðið, og á fundinum í Genf voru
mættir fulltrúar frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Biskup-
arnir Ostenfeld og Tandberg og Söderblom erkibiskup eru í
undirbúningsnefndum beggja hinna fyrirhuguðu heimsmóta og
formenn nefndanna, hver í sínu landi. Eðlilegt væri það, að
bæði Finnland og ísland tækju þátt í þessu. Eigi þessi heims-
hreyfing að vera réttnefni, verður hún að ná yfir heim allan,
einnig lönd vor. Og Norðurlandakirkjurnar verða líka sjálfra
þeirra vegna að láta berast með þeim lífsins straumi, sem
hér er á ferð. Vér höfum gott af því, að líta út yfir vor eigin
þröngu landamæri. Vér eigum oft í innbyrðis deilum um þau
efni, sem ekki eru annað en smáræði, þegar á þau er litið
frá sjónarmiði heimshreyfingarinnar. Og oss er mikil þörf á
þeirri andlegu auðgun, sem felast mundi í lifandi kristilegri