Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 90
86
]ón Helgason:
Prestaféiagsritið.
og urðu að eiga svo mikil mök við, og voru mestu ráðandi í
landinu. Það má því nærri eðlilegt heita að flestir niðjar
hinnar kristnu landnámsmanna, er áttu sízt frá miklu að
hverfa eins og trúaruppeldi þeirra hafði verið, snerust til
heiðni. Sumir hafa gert það rétt til málamyndar. Aðrir til þess
að afla sér metorða og ríkis, er ekki fékst með öðrum hætti.
Maður getur því hér varla talað um fráhvarf frá kristnu
trúnni, því að þar sem ekkert er fyrir, þar er vitanlega frá
engu að hverfa. Og að þeir sumir reistu hof á bústöðum
sínum eða gerðu sér hörga, þar sem feður þeirra á undan
höfðu reist krossa til bænahalds, það sýnir, að þótt þeir væru
ekki kristnir, þá hafi þeir þó ekki viljað vera trúlausir og því
horfið að viðurkendri trú annara landa sinna. Þó á þetta
ekki heima um niðja Ketils fíflska í Kirkjubæ, eins og áður
er vikið að. Sögur vorar gefa þeim þann vitnisburð, þeim til
maklegs lofs, að þeir hafi haldið kristna trú hver fram af
öðrum. Og vel má vera að svo hafi verið um fleiri, þótt
þagnarblæja sé yfir því í heimildum vorum. Hinu má líka
gera ráð fyrir, að kristindómur þeirra hafi verið ærið ófull-
kominn. Vér heyrðum áður um niðja Orlygs gamla, að þeir
hafi »trúað á Kolúmba, þótt óskírðir væru«; hefir þar auð-
sjáanlega verið um mjög lágt trúarstig að ræða. Og þá hefir
ekki kristindómurinn verið á sérlega háu stigi hjá Glúmi
Þorkelssyni, sem gerði bæn sína hjá krossinum með svofeld-
um orðum: »Gott æ gömlum mönnum, gott æ ungum mönn-
um« (Landnáma I, 13) og endurtók þessi orð í sífellu. —
En það sem nú hefir verið tekið fram sýnir þó berlega að
naumast tjáir að skilja niðurlagsorðin í Landnámu alt of bók-
staflega, að »landið hafi verið a/heiðið nær hundraði vetra«.
Miklu fremur mundi mega segja, að þótt kristinnar trúar
gætti lítið í þjóðlífinu, þá hafi landið aldrei verið alheiðið á
því tímabili, sem hér ræðir um.
En auk þess sem altaf voru hér úti einhverjir, sem héldu
kristna trú, þótt lítið bæri á því út á við og trúin hjá þeim
væri bæði þróttlítil og fátækleg, eins og ástæðurnar voru, þá
fer því fjarri, að forfeður vorir hafi á þessu tímabili, þangað