Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 9
Presiaféiagsritið. Kirkjusameiningarstarfsemin. 5
dögum vekja áhuga þjóðanna. Og jafnframt hefir heimsstyrj-
öldin einmitt sannað, að veröldin má ekki án kristindómsins
vera. Satt er það, sem ræðumaður frá Vesturheimi sagði á
mótinu, að kristna kirkjan hafi brugðist. En hinir kristnu hafi
ekki brugðist, þeir hafa öllum öðrum fremur lagt sig fram í
líknarstarfseminni; það játa allir, sem um það voru bærir að
dæma á stríðsárunum. Og hinar kristilegu hugsjónir, sem
vöktu fyrir Wilson með »alþjóðasambandinu«, þær eru ávalt
markmið allrar starfsemi þeirra manna, sem í sannleika vilja
heill og frið þjóðanna.
Þessvegna ber öllum kirkjudeildum að taka þátt í kirkjulegu
heimsmóti. Þessvegna eiga allar kirkjudeildir að skipa fasta
nefnd, sem geti gefið kristilegar leiðbeiningar í hinum miklu
vandamálum, sem kristindómurinn einn með fagnaðarboð-
skapnum getur ráðið fram úr.
Það var áræði og fjör yfir þessu móti. Það var haldið rétt
á undan hinu, stóð skemur og ákvað að bráðlega skyldi
haldið heimsmót fyrir allar kirkjudeildir, enda þótt fremur fá
kirkjufélög tækju þátt í þessum fundi og ekki kirkjudeildirnar
»stóru«, báðar hinar katólsku og biskupakirkjan enska.
Síðar hefir framkvæmdarnefndin átt fund með sér og samið
stefnuskrá fyrir væntanlegt heimsmót. Þetta mót á að ræða
um, hvernig heimfæra megi hinar kristilegu meginreglur til
sambands og samskifta milli þjóða og þjóðflokka, milli vinnu-
veitenda og verkalýðs, og hver áhrif þær megi hafa á hjóna-
bandið, heimilislífið og þjóðlífið. Til að byrja með er nefndin
greind í 4 flokka, einn fyrir Vesturheim, annan fyrir brezka
ríkið, þriðja fyrir evangelisku kirkjurnar á meginlandi Norður-
álfunnar og hinn fjórða fyrir grísk-katólsku kirkjuna. Nú eru
sem sé bæði grísk-katólskir og enska biskupakirkjan farin að
taka þátt í þessari hreyfingu; páfakirkjan ein er einnig utan
hennar.
Þetta er þá í stuttu máli það, sem heimsmótin tvö í Genf
hafa komið til leiðar. Hvað við það kann að vinnast, mun
tíminn leiða í ljós. En víst er það, að hugsunin um endur-