Prestafélagsritið - 01.01.1922, Blaðsíða 32
Preslafélagsritið.
BJARTSÝNI KRISTINDÓMSINS.
Eftir S. P. Sívertsen.
Er réttmætt að tala um bjartsýni kristindómsins?
Er kristindómurinn í raun og veru bjartsýnn?
Þeir, sem þekkja upprunalega nafnið á kristindóminum,
geta ekki verið í vafa um, hvernig svara beri þessum spurn-
ingum.
Kenning ]esú var nefnd fagnaðarerindi, fagnaðarboðskapur,
evangelíum.
Með því heiti var gefið til kynna, að bjart hafi verið yfir
boðskap ]esú, að hann hafi verið þeim, er hann aðhyltust,
boðskapur gleði og fagnaðar.
Sjálfur var ]esús sér þessa meðvitandi þegar í byrjun opin-
berrar starfsemi sinnar. Því að um sjálfan sig segir hann
með orðum ]esajasar spámanns, að hann sé sendur til að
flytja fátækum gleðilegan boðskap, til að boða bandingjum
lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða
lausa, til að kunngera hið þóknanlega ár drottins. Og með
líkingarorðum talar hann um, að fyrir lærisveinum sínum sé
upprunninn gleðitími, eins og fyrir brúðkaupssveina í brúð-
kaupi. Og hann spyr: »Hvort geta brúðkaupssveinarnir fastað
á meðan brúðguminn er hjá þeim?«
A því getur ekki leikið vafi, að fyrstu lærisveinar ]esú hafi
skilið hann rétt, er þeir einkenna prédikun hans með orðinu
fagnaðarerindi.
Enda er trúargleðin, fögnuðurinn yfir náð Guðs, það sem
mest einkennir fyrstu lærisveina ]esú. Um það lesum vér
víða í nýja testamentinu. Nægir að benda á lýsingu Postula-