Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 29
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
27
Sigurjón Á. Ólafsson.
Ágóðinn af rekstrinum hefur hinsvegar reynzt misjafn
um árin, og er það alkunna að bíórekstur hefur ekki
reynzt öllum arðvænlegur hin síðari árin, og nýlegar
kröfur um fleiri sali í bíóhúsum hafa reynzt dýrar.
*
Á aðalfundi Sjómannadagsráðs 3. marz 1963 bar stjórnin
fram tillögu um heimild fyrir stjórnina að verja allt að 20
þús. krónum til að koma á fót sumardvöl sjómannsbarna
í sveit, og þá einkum munaðarlausra sjómannsbarna í
samráði við kvenfélög samtakanna. Þetta leiddi til sum-
ardvalar 60-70 barna að Laugalandsskóla í Holtum og
síðan til kaupa á jörð í Grímsnesi.
Keyptir voru tveir stórir braggar við Sundahöfn og
fluttir austur og innréttaðir, og þar var rými fyrir 60 börn
og starfsfólk. Barnaheimilissjóði, sem stofnaður hafði
verið til framkvæmda, var síðan afhent jörðin Hraunkot
til eignar ásamt þeim húsakosti sem á jörðinni var.
Á áframhaldsaðalfundi 29. apríl 1972 var samþykkt að
hefja byggingu orlofshúsa og þar eru nú 21 hús félaga og
um 100 hús einstaklinga; einnig er þar rekið félags-
heimili, sem veitir orlofsfólki ýmsa þjónustu, og þar er
nú verið að koma upp sundlaug og heitum pottum, — en
heitt vatn hefur nýlega verið veitt á svæðið í samvinnu
við Grímsneshrepp, en eftir er að leiða það í húsin.
Undir þessum framkvæmdum er staðið með leigutekj-
um af jörðinni.
*
Happdrætti DAS hefur, sem fyrr er sagt, borið mestan
þunga af allri uppbyggingu Sjómannadagssamtakanna
síðan 1954.
Guðmundur H. Oddsson.
Langmest af tekjum happdrættisins hefur komið úr
Reykjavík og nágrannaplássunum eða milli 60 og 70%.
Sjómannadagurinn rekur aðalumboð happdrættisins í
Reykjavík og hefur haft af því nokkrar tekjur. Á árinu
1986 keypti Sjómannadagsráð húseignina Tjarnargata 10
fyrir aðalumboðið, en það hafði fram til þess verið í
leiguhúsnæði.
*
Úthald fiskiflotans tók að breytast með nýsköpunarflot-
anum og það varð samfellt allan ársins hring hjá stærri
hluta flotans. Þetta hlaut að hafa í för með sér breytingu
á Sjómannadagshaldinu ekki sízt í Reykjavík og Hafnar-
firði, þar sem meginhluti sjómanna voru togaramenn og
loðnuútgerð jók síðar enn á fjarvistir fiskimanna. Þá
hefur hin síðustu ár einnig breytzt úthald farskipanna.
Viðstaða þeirra í heimahöfn er orðin miklu styttri en
áður var.
Árum saman var barizt harðri baráttu við að halda
öllu Sjómannadagshaldinu í sama horfi og hinn fyrsta
Sjómannadag, en nú er svo komið að skrúðgangan er
fallin niður og þátttaka sjómanna í íþróttum og
skemmtiatriðum „dagsins“ orðin sáralítil. Enn er við
lýði minningarguðsþjónustan, lagður er blómsveigur á
minnisvarðann í Fossvogskirkjugarðinum og fólk safn-
ast saman til að horfa á ýms skemmtiatriði dagsins, svo
sem kappróður landsveita og siglingakeppni, koddaslag
og sitthvað annað sem jafnan er til skemmtunar, jafnt og
fluttar eru ræður og menn heiðraðir. Einnig er kvöldhóf-
ið enn með svipuðu sniði og alla tíð hefur verið.
Nú hefur Sjómannadagurinn verið löghelgaður frí-
dagur og er það von okkar, að það auki þátttöku sjó-
manna á ný í hátíðahöldunum.